Nú er laugardagur og ég sit hér og hef aldrei litið eins óþrifalega út á minni lífsfæddri æfi nema í sótbardaganum mikla á aðfangadag 1962. Sko... í gær þá fékk ég svona atorkukast... og byrjaði á því sem ég er búin að hugsa um í mörg ár og ekki þorað að framkvæma af því að ég hef haldið að ég gæti það ekki..
Ég tók teppið af stofugólfinu og síðan gamlan brúnan gólfdúk sem var undir því, sem betur fer var hann ekki límdur,
og SJÁ undir þessu komu þessi sallafínu gólfborð í ljós....
Sko þaað sem hefur haldið aftur af mér líka var það að ég hélt að ég yrði að setja nýtt gólf, og ég vil ekki parket heldur gamaldags trégólf sem passar í þetta gamla hús.
Það eru alltaf einhverjir eins og englar af himnum sendir og í þessu tilfelli komu Lilli frændi og Addi og báru fyrir mig nokkra þunga hluti ém ég hefði átt erfitt með að fást við sjálf, og svo keyrði Lilli fyrir mig allt draslið sem ég var búin að henda út og fór með það í gám.
Ég tók teppið af stofugólfinu og síðan gamlan brúnan gólfdúk sem var undir því, sem betur fer var hann ekki límdur,
og SJÁ undir þessu komu þessi sallafínu gólfborð í ljós....
Sko þaað sem hefur haldið aftur af mér líka var það að ég hélt að ég yrði að setja nýtt gólf, og ég vil ekki parket heldur gamaldags trégólf sem passar í þetta gamla hús.
Það eru alltaf einhverjir eins og englar af himnum sendir og í þessu tilfelli komu Lilli frændi og Addi og báru fyrir mig nokkra þunga hluti ém ég hefði átt erfitt með að fást við sjálf, og svo keyrði Lilli fyrir mig allt draslið sem ég var búin að henda út og fór með það í gám.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home