Ég skil ekki af hverju ég hef ekki bloggað í gær hmmm, Getur verið að það hafi ekkert gerst ?
Á þriðjudagskvöld var gospelmessa í kirkjunni, stutt gaman en skemmtilegt, mér finnst samt að kirkjukórinn hefði átt að standa fyrir framan okkur og snúa andlitunum að okkur hinum, þau sungu svo skemmtilega og þá hrífast allir með. þ.e. ef maður sér framan í þau....
í gær var allskonar bankaves í gangi og greiðsla reikninga, ég fór of geyst í því greiðsluæði, og er með allt of lítið eftir fyrir bruðl marsmánaðar, það er svosem ekki nýtt fyrirbæri, svei og fjandinn...nú ég eyði því þá ekki í óþarfa á meðan.
Í morgun þegar ég kom úr vinnunni var svo æðislega gott veður að ég stóðst ekki mátið og fór í langa gönguferð, labbaði af Skeiðinu og út að Kartöflugarði Esterar hérna megin við Sævang, ég ætlaði að labba alveg að Kirkjubóli og fara með Adda þegar hann færi heim í hádeginu, en var ekki komin lengra þegar ég mætti honum og Tómasi,.
þetta var samt prýðilegt.
heim komin fór ég í sjóðandi heitt froðubað og bakaði svo kleinur fyrir bókasafnskvöldið. þær átust alveg ágætlega. Það var gaman á bókakvöldinu að vanda.
Á þriðjudagskvöld var gospelmessa í kirkjunni, stutt gaman en skemmtilegt, mér finnst samt að kirkjukórinn hefði átt að standa fyrir framan okkur og snúa andlitunum að okkur hinum, þau sungu svo skemmtilega og þá hrífast allir með. þ.e. ef maður sér framan í þau....
í gær var allskonar bankaves í gangi og greiðsla reikninga, ég fór of geyst í því greiðsluæði, og er með allt of lítið eftir fyrir bruðl marsmánaðar, það er svosem ekki nýtt fyrirbæri, svei og fjandinn...nú ég eyði því þá ekki í óþarfa á meðan.
Í morgun þegar ég kom úr vinnunni var svo æðislega gott veður að ég stóðst ekki mátið og fór í langa gönguferð, labbaði af Skeiðinu og út að Kartöflugarði Esterar hérna megin við Sævang, ég ætlaði að labba alveg að Kirkjubóli og fara með Adda þegar hann færi heim í hádeginu, en var ekki komin lengra þegar ég mætti honum og Tómasi,.
þetta var samt prýðilegt.
heim komin fór ég í sjóðandi heitt froðubað og bakaði svo kleinur fyrir bókasafnskvöldið. þær átust alveg ágætlega. Það var gaman á bókakvöldinu að vanda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home