Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, mars 26, 2004

Vaaá það er komin nærri því heil vika og ég hef ekkert bloggað ,það hefur verið svo svakalega gaman að vinna í stóra gjörbyltingarmálinu, Guðjón var að smíða hér á mánudeginum og ég var að rífa innan úr gamla eldhúsinu það var heilt bíllhlass af drasli. Ég er búin að þrífa heilmikið til í kring um framkvæmdirnar, og það er að verða fínt á hinum ýmsustu stöðum, alveg er nú undarlegt hvað er mikið af dóti til að taka til í, eins gott að búa ekki í einhverju risa húsi..
Ég var með Maju á kvöldvöktum þessa viku og þegar ég kom heim var Guji búinn að taka allt ruslið og fara með það á haugana ..Þessi elska.. er gullsígildi..
Það sem er næst á óskalistanum hjá mér er einhver sem þorir að klifra upp í stofugluggann og festa hann því hann er að detta af..... Svo er það málning á stóru stofuna og gólflistar í framhaldi af því...Loftplötur í nýja eldhúsið mitt og einhver til að festa þær.... Seinna langar mig að fá smá efri skápa og eldhúsviftu ég hef aldrei átt eldhúsviftu....
Jú og svo er það sumarbústaður með moldargólfi og hlóðum .......Það er Lukka sem á þá hugmynd...
Eitt enn, það þarf að rétta af dyrakarminn kring um ganghurðina svo það sé hægt að loka henni, það er svo druslulegt að hafa hana alltaf hangandi opna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home