Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 27, 2004

Varla eru takmörk fyrir þeim lýsingarorðaforða sem er til yfir þá sem búnir eru að innbyrða áfengi í mismunandi mæli. t.d.
Hýr, léttur, rakur, íðí, áðí, hífaður, mildur, puntaður, rykaður, í glasi, ölvaður, rúllandi, slompaður, blekaður, drukkinn, sauðdrukkinn, syngjandi, þéttur, fullur, pöddufullur, moldfullur , rorrandi, Á eyrunum, á sneplunum, á skallanum, á haus, blindfullur, öskufullur, öskublindur, augafullur, útúr, útúrdrukkinn, dauðadrukkinn, dauður, steindauður,
Þetta er það sem ég man eftir svona í fljótu bragði, ef þið vitið um fleiri í orðasafnið þá látið mig vita...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home