Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, mars 27, 2004

Það er skrítið að vakna kl 8 og það er bara sólskin, það er svo stutt síðan var myrkur þegar maður vaknaði.
Ég keyrði barnafólk heim til sín af djamminu í nótt og barnfóstrur heim til sín líka,
Kvefið í mér er á undanhaldi og ekki kem ég til með að sakna þess.Mér tókst að tæla Jónu til að fara með mér á Akranes á morgun,þá heimsækir hún Guðnýju Rún ,og ég fer á fjögursýningu á Kardemommubænum, þar sem Gummó leikur Soffíu frænku og Árný huld er miðaskvísa og rífari, Hanna Sigga ætlar að koma með rútu upp á Skaga og fara með mér á sýninguna.
Svo förum við Hanzka til höfuðstaðarins þar sem ég fer á köttinn með Árdísi í morgunkaffi, og síðan á ég tíma kl tíu á mánudagsmorguninn í stúdíóii, þar sem verða teknar af mér mmyndir vegna sjónvarpsauglýsinga þar sem ég hoppa um á baðströnd og auglýsi bikini, dásamleg tilhugsun. nú svo fer ég í Húsasmiðjuna sem er minn fjórði uppáhaldsstaður í reykjavík. þar er hægt að reika um og láta sig dreyma um allskyns innréttingar. Hinum tveimur stöðunum verð ég víst að sleppa í þetta sinn , en það eru Árbæjarsundlaugin og Múlakaffi, ég tek það fram að Múlakaffi höfðar eingöngu til mín vegnaa græðgi í góðan gamaldags heimilismat
Sundlaugin er fyrir utanáliggjandi þörf mína fyrir að vera niðri í vatni,
Fjórði staðurinn er kolaportið og þangað fer ég til að skoða gamlar bækur og muni, og horfa á stórkostlega breytilega mannlífsflóru.
.Á Gráa Köttinn fer ég fyrir sálina , það er einstaklega notalegur staður.
Nú nú svo förum við Jóna litla aftur norður, og ég fer á næturvakt með fröken Maríu Lovísu. punktur basta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home