Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 11, 2008

Búin að þvo upp og alles. húrra fyrir mér... kagginn að verða klár og ég hress..
Klæddi mig í föt (fyndið) og segi bless. Sólin skín og fuglar syngja í trjánum....nei....þeir eru allir að drepast úr kulda og geta ekkert sungið....Búin að taka til tannburstann og rauðvínið og dálitla hrúgu af appelsínum og lýsi. Er að huxa um að taka expressóuna með og búa til gott blek, Sundfitjarnar og tætlurnar af sundbolnum mínum (hann er að drafna í sundur) úr elli... Samt ekki nema tveggja ára. Svo þarf ég að kaupa uhulím og muna að hafa með mér skæri svo ég geti dundað við að klippa og líma þegar hlé verður á skemmtiatriðunum. Allur er varinn bestur er sagt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home