Dagurinn byrjaði ekki vel ég fór öfugt fram úr rúminu og setti gleraugun mín í þvottavélina ásamt öðrum þvotti, skellti henni aftur og sá þá hvar gleraugun lágu ásamt bláu koddaveri og skildi ekkert í hvað þau voru að gera þarna ,en þau björguðust.
Síðan málaði ég dálítið í aldingarðinum Eden. Það var svo kuldalegt úti að ég reyndi ekki einu sinni að fara með ruslið heldur lufsaðist upp í rúm að lesa þegar ég var búin að fá mér bleksterkt og gott kaffi.
Svana kom svo með póstinn kl tólf og ég skutlaði henni heim og við fífluðumst smá yfir aldingarðinum, það var alveg eins kalt úti og ég hélt svo ég fór aftur upp í rúm og las meira.....
Ég fattaði ég svo að það var þriðjudagur kl hálf þrjú þegar ég fór upp að kíkja hvort tölvutengingin væri komin í lag og sá alla bílana hér úti hjá Hlein ,Svo ég fór út að hitta konurnar. þar ríkti hið notalegasta andrúmsloft að vanda....
Eftir Leiðarljós sem var aldrei þessu vant hundleiðinlegt , vippaðist ég upp úr veðurþunglyndiskastinu og málaði mynd af guði fyrir aftan frystikistuna, í stuði veifandi rauða spjaldinu. það tókst nú ekki betur en svo að Hrafnhildur sem kom í heimsókn til mín í kvöld fattaði alls ekki að þetta væri guð og fannst hann líkastur öldruðum bónda úr nálægri sveit.. svo ég málaði bara yfir fésið á honum og, skildi hendina eftir sem heldur á spjaldinu,, mjög dramatískt....
Neðst í ísskápnum undir körfu með lauk fann ég í kvöld stóra krukku af bláberjasultu sem ég hélt að væri búin, , ég er nefnilega búin að þjást ógurlega af sultufráhvarfseinkennum í sirka viku, svo það varð úr þessu kvöldmáltíð með sultu og ég fer södd og sæl og ekkert syfjuð ....upp í rúm að lesa....góða nótt....
Síðan málaði ég dálítið í aldingarðinum Eden. Það var svo kuldalegt úti að ég reyndi ekki einu sinni að fara með ruslið heldur lufsaðist upp í rúm að lesa þegar ég var búin að fá mér bleksterkt og gott kaffi.
Svana kom svo með póstinn kl tólf og ég skutlaði henni heim og við fífluðumst smá yfir aldingarðinum, það var alveg eins kalt úti og ég hélt svo ég fór aftur upp í rúm og las meira.....
Ég fattaði ég svo að það var þriðjudagur kl hálf þrjú þegar ég fór upp að kíkja hvort tölvutengingin væri komin í lag og sá alla bílana hér úti hjá Hlein ,Svo ég fór út að hitta konurnar. þar ríkti hið notalegasta andrúmsloft að vanda....
Eftir Leiðarljós sem var aldrei þessu vant hundleiðinlegt , vippaðist ég upp úr veðurþunglyndiskastinu og málaði mynd af guði fyrir aftan frystikistuna, í stuði veifandi rauða spjaldinu. það tókst nú ekki betur en svo að Hrafnhildur sem kom í heimsókn til mín í kvöld fattaði alls ekki að þetta væri guð og fannst hann líkastur öldruðum bónda úr nálægri sveit.. svo ég málaði bara yfir fésið á honum og, skildi hendina eftir sem heldur á spjaldinu,, mjög dramatískt....
Neðst í ísskápnum undir körfu með lauk fann ég í kvöld stóra krukku af bláberjasultu sem ég hélt að væri búin, , ég er nefnilega búin að þjást ógurlega af sultufráhvarfseinkennum í sirka viku, svo það varð úr þessu kvöldmáltíð með sultu og ég fer södd og sæl og ekkert syfjuð ....upp í rúm að lesa....góða nótt....
3 Comments:
At 7:58 e.h., Nafnlaus said…
Æ ég hefði nú viljað sjá smettið á bóndadurgnum og vita hvort maður þekkti gaurinn. En spennó að sjá loksins guð. Ekki seinna vænna með hækkandi aldri. Bless Sveitavargurinn.
At 7:59 e.h., Nafnlaus said…
Hæ hæ mamma síðan hvenær er Leiðarljós orðið Leiðinlegt að vanda??????????????????????????????Maður bara spyr sig, vonandi fer að hlýna, ég fór í lopapeysuna mína í morgun,
At 6:52 e.h., Nafnlaus said…
Leiðarljós er aftur orðið spennandi og var ekki leiðinlegt AÐ VANDA og þú sveitavargur minn hefðir þekkt andlitið á honum guði tíhí
Skrifa ummæli
<< Home