Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, apríl 28, 2008

Fjandinn hafi þetta ískalda veður, maður bara fer ekki út fyrir dyr...það er nú reyndar haugalygi ég fór tvisvar út í Káesshá í morgun að kaupa málningarrúllu og tómata og mjólk. Svo fékk ég visaflipparinn áfall þegar Svanhildur var búin að dúndra inn á borð hjá mér póstinum í morgun....(Lukka var með visakortsinnkaupaæði í bænum eftir sumarbústaðaferðina)... Satan í bergen....ég fór líka út að Hvalsárdrang á myndatökurúnt og myndaði grjótið sem datt á veginn....
En eins og bakaradrengurinn sagði... Fátt er svo með öllu gott...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home