Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, apríl 26, 2008

Það er aldeilis að sumarveðrið lætur eins og fífl... snjókoma og skítur...það er svo hráslagalegt að maður fer ekki út úr húsi....en eins og gamlafólkið sagði..í gamladaga "það er nú betra að fá þetta hret núna helduren í maí" ojá ojá.
Mér finnst nú alltaf að þessi bévítans norðanátt megi aldrei ná sér á strik og þá verður hún dögum saman.... fari það í fúlan pytt...Nú ætti maður að nota tækifærið og taka til hendinni inni en það er nú einhvernveginn þannig að það þarf að vera gott veður líka til þess að maður fyllist eldmóði og skúri allt milli himins og jarðar...þ.e.a.s. gólf og veggi, hafi opnar útidyrnar og veiti góðu frísklofti inn um þær.
Ég er farin uppí rúm og undir sæng með bók og hananú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home