Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Búin að berjast um af lífs og sálar kröftum í dag fór með fullan bíl af rusli í morgun Gaman gaman. húkkaði svo tvö burðardýr með stóra spónaplötu sem ég greyið réði alls ekki við ég sagað svo af henni og kom henni fyrir á veggnum sem hún átti að fara á . Eftir hádegið lánaði Haddi mér bíl og kerru og 'Eg neyddi Jóhönnu sem hafði brotist yfir Steingrím í drullusnjókomu með Kristján litla í leikskólann,til að rogast með fullt af plötum í kerruna og úr henni, Henni finnst ekkert svoleiðis neitt mál en ég er hrædd um að ég geri útaf við hana með einhverju kraftaverkaveseni hún verður alveg útjöskuð. Síðan fórum við út í orkubú þar er gott að koma, sötra kakó, lesa moggann og spjalla um daginn og veginn... Og ég svo í Hlein þar sem var notaleg stemming með konunum ,Málaði pínkulítið og fór svo heim að saga aðra spónaplötu og negla þær á vegginn í undirheimaforstofunni og þrífa eftir allar þessar framkvæmdir. það er bara orðið ótrúlega fínt þar. bara eftir að mála og sparsla pínulítið og setja eina hillu til að byrja með. 'Eg er búin að mála i skúrnum og saga sundur hilluna sem var í forstofunni og gera úr henni tvær koma þeim fyrir. og nú ætla ég bara að leggjast í haugaleti.... Mér finnst samt ekki hægt að kalla þetta forstofu ,,,inngangur væri kannske betra...Ekki er það bíslag,,þau eru utaná.... kíki í orðabók hjá Höllu þegar færi gefst.

11 Comments:

  • At 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þetta hefði nú verið kallaður INNGANGUR hér í denn. Snúðurinn

     
  • At 11:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það væri nú ekki slæmt að fá eitthvert fínt útlent orð yfir svona endurbættan inngang t.d. danskt. en af því þetta eru nú tvær hæðir hvað þá með yfirgang og undirgang???? hmm veit það þóekki.
    kv Snældan

     
  • At 11:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Introandoutputduction HMMM

     
  • At 4:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Svo var eitthvað kallað fordyr.
    Það er frammi við fordyrnar. Bæ Snúðurinn

     
  • At 4:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já fordyr með ii fordyri þar kom það hér eftir heitir undir tröppunum Fordyri farðu úr skónum í fordyrinu (ekki fordyrunum) eða >vinsamlegast farið úr (öllu nema skónum) í fordyrinu, eða vinsamlegast farið alls ekki úr fyrr en komið er innfyrir fordyrið ....Hljómar vel snúðsi minn ...'Eg..

     
  • At 9:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já svo er hol.Það er frammi í holi. Hvað meira? Bæ Snúður.

     
  • At 11:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hol er eiginlega fyrir innan fordyrið er það ekki???þar sem gestabókin er á útskornum standi og tvö stór ljón úr marmara standa sitt hvoru megin við stigann, og málverk af forfeðrunum á risastórum veggjunum og persneskt teppi á gólfinu....
    Skotta

     
  • At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er ekkert ands. hol hjá þér, bara gangur sem er nice upphitaður og fínn.Mér finnst að frystikistan sé hol að innan....ehe.(ÖÖÖÖ alltaf kúffull)Bæ Snúðurinn.

     
  • At 11:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hol með tveimur ellum !( ekki Elínum) er það ekki flott og gæti átt vel við umm ganginn hjá mér þar sem hitinn kemur neðan frá..Svona holl, já og þá er nú spurning að bæta téi við svo það verður hollt...Frystikistan er pottþétt hol að innan tíhíhí.fullt af hollum mat í holinu....Snúllan

     
  • At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Held þetta sé að breitast i útópíu.Ha.Rauðrefurinn

     
  • At 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    mmmhhooohooo við erum´miklir og hyldjúpir hugsuðir...bee happy.

     

Skrifa ummæli

<< Home