Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 04, 2008

'Eg var að lesa fundargerðir Strandabyggðar og allra þessara nefnda og rak augun í þá klausu að BUS eru með athugasemdir við framkvæmdir þær sem hafa komið upp um breytingu á húsinu hans Sævars. Hvenær er þetta fiskislóðanafn orðið fast á strandgötunni Hefur formleg skírn farið fram. Mér finnst þetta minna á slor og drasl í kring um gáma. Það þarf að breyta þessu svæði úr rusla og gámasvæði með tilheyrandi hávaðamengun, (Hvers á fólkið að gjalda sem býr í húsinu hans Magga Jó.) þar er þrumugnýr dag og nótt og ýldufýluna leggur upp úr ruslagáminum. væri ekki snjallt að fara með beitingagámana inn með sjó þar er nóg pláss, Stóragrund fínt svæði fyrir þá með hreinu lofti fallegu umhverfi og ekki nein íbúðarhús. hægt að horfa út á hafið og pissa út um dyrnar í friði.
'Eg er ekki að meina þetta sem einhverja aðför að bátasjómönnunum þeir eru nauðsynlegir, en ætli þeir yrðu ekki ánægðari að vera ekki með svona áberandi drasl og hávaða svæði. þeir yrðu ekki í vandræðum með að keyra balana sína niður að höfnþarna innanað . á stóru jeppunum sínum með stórar kerrur. og laust við alla þröngsýni.
Mér ferst nú svosem ekki að tala um drasl eins og garðurinn minn lítur út eftir veturinn algjörlega megnið af honum allt í rúst. en það skal verða tekið áðí strax og veður skána.
'Eg er að drepast úr vinnugleði..... fer kollhnís um sjálfa mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home