Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, apríl 13, 2008

Jæja þá er þessari indælu helgi lokið, ég verð lengi að ná mér niður eftir allt sem búið er að gerast skemmtilegt, og nú er ég hér hjá Hönnusiggu og sit flötum beinum með ferðatölvuna hennar milli lappanna uppi í rúmi og kíki á Strandir og blogga, það er hlýtt úti og á morgun tekur við ný vika og mig langar ekki að fara snemma að sofa, plastið í afturglugganum á bílnum var að gera mig vitlausa á leiðinni suður mýrarnar en lagaðist þegar nær dró reykjavík. ég fann kókosvatn í ísskápnum síðan ég var hérna síðast, og svolgraði það í mig. 'Eg er búin að horfa á föstudagsþáttinn af Guiding light og sunnudagsglæpamyndina íslensku og nú er framundan að fara að sofa og gera helling á morgun fara í verkfæralagerinn og kíkja á bílaparta. ....Sól og sunnanvindur...alveg elska ég litla sæta símann minn ég elska að fá svona afmælisgjafir. Lukka veður uppi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home