Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, apríl 18, 2008

Eftir að vera búin að nota tölvuna hennar Hönnu Siggu finnst mér mín vera risastór.
'Eg fór í kjarnorku stríð í dag og var skotin með laserbyssu amk hundrað sinnum í andlitið. aaalveg hrikalega vont.. eftir það fór ég á málverkasýninguna hjá Einari Hákonarsyni, Rosalega flott. síðan í eina verslun og svo heim til Hönzu að horfa á Leiðarljós og ryðja dótinu sem eftir var í bílinn. brunaði svo upp í Mosó til Jamils og spjallaði um framtíð hinna ýmsu bílaparta og drakk kaffi. Þegar upp í Bifröst var komið heimsótti ég Möggu og Guðjón. þar er alltaf svo gaman að koma. Ágústa Halla var nýbúin að versla risademant til að gefa pabba sínum og þær mæðgur voru að koma úr verslunarferð.
'Eg brunaði síðan það sem eftir var leiðarinnar... og var snögg að...með Hemma Gunn og Þorgeir 'Astvaldsson í botni ....alveg ótrúlega skemtilegur diskur með frægum lögum eins og "Mumma þjöl" það er sérstakt fjör að keyra og hlusta á "Mumma þjöl".... Útvarpið virðist hinsvegar vera búið að segja upp og fari það bara fjandans til, (afsakið orðbragðið) ég ætla nú samt að laga það á morgun.
Þegar ég kom inn hjá Húsavík sá ég svo skemmtilega litla varðelda meðfram
ströndinni, það er gaman að það skuli vera hætt að banna að kveikja svona bál úti um sveitir, mig langar alltaf til að brenna rusli í fjörunni en ég hef bara einusinni grillað mat á fjörusteinum og það var norður í Skjaldarbjarnarvík...

2 Comments:

  • At 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú mátt brenna allt ruslið í undralandsfjörunni :) - það þarf bara að týna það saman fyrst!

     
  • At 8:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æði skal líka tina það saman á ég að brenna það í pottinum??'
    Kv mamma

     

Skrifa ummæli

<< Home