Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 29, 2008



Lítill kántrýbær í myrkrinu, það eru einhverjir dvergar eða hobbitar sestir að í honum.
Það snjóar líka um landið og miðin og víða erlendis

það er snjór á Vitabrautinni skyldi sá litli verða látinn heita Snævar ef það heldur áfram að snjóa svona???

Hildur og Addi og Brynjar og Tómas til hamingju með litla kútinn. Hann er nú annars ekkert lítill svona nýfæddur og 17 merkur og 54 sentimetrarog fæddur kl 19.43. 28. okt 2008. og það var gaman að heyra í honum í símanum. hann grenjaði hraustlega .
Það verður yndislegt að fá ykkur heim með hann. Ég vildi að ég gæti skotist að sjá hann og hitta ykkur en það verður víst að bíða eftir að þið komið. ég ætla að reyna að setja inn hér eina mynd frá í kvöld. Ég keyrði Arnór út að Kirkjubóli og það er kominn dáldið mikill snjór á leiðinni þangað.

laugardagur, október 25, 2008

Það angrar mig er að Bangsi Jónsson Húsvörður á Undralandi kemmst kannske ekki á Bangsadaginn á Bókasafninu Hann á svo ofsalega fín föt frá London Mótorhjólagalla og þannig En hann er líka svosem frekar ómannblendinn og með afbrigðum geðstirður við aðra bangsa. kannske af því hann er svo mikið einn kallgreyið.

fimmtudagur, október 23, 2008

Það er hálfgerður bylur úti svo það er best að vera bara inni og breiða upp fyrir haus.
Vildi ég gæti lagst í hýði eins og birnirnir og vakna svo glorsoltin að vori og éta einhvern.
Eintómar gjaldþrotafréttir í sjónvarpi og útvarpi,.
Ég sá mynd af manni sem er búinn að búa í sjö ár í tjaldi á Reykjavíkursvæðinu.
Þegar bankarnir verðar búnir að hirða húsin manns þá verður maður bara að búa svona í tjaldi.
Ógeðslegt að bankastjórar og ráðamenn þjóðarinnar skuli vera með margar milljónir í laun á mánuði , ætli þeir skammist sín ekkert?
Góðu fréttirnar eru að það er Bangsadagur á bókasafninu á mánudaginn.

þriðjudagur, október 21, 2008

Það er kominn vetur þó fyrsti vetrardagur sé ekki kominn.

föstudagur, október 17, 2008

Finnst virkilega engum grafskriftin mín flott?

miðvikudagur, október 15, 2008

var að ræða við Árdísi um jarðarför sem hún minnist á á blogginu sínu. Í framhaldi af því datt mér í hug þessi geggjaða grafskrift...Það er heitt í Helvíti....
ég var í gærdag lengi að rölta með Pjakk úti í góða veðrinu, fór meðal annars um kirkjugarðinn þar er fallegt og friðsælt, þangað til hann fór að urra á eitt leiðið og hann urraði svo mikið að ég sá þann kost vænstann að hypja mig með hann þarna burt. Skoðaði rófugarðinn hans Ninna, stal engri rófu, Svo fann ég dauða uglu sem hafði greinilega orðið fyrir bíl en var samt heil. Það virtist vera fullt tungl í gær.

mánudagur, október 13, 2008

Það er satt að góð tónlist getur bætt margt , Undafarið hefur verið gott veður og gaman að lifa, Í dag er veður dökkgrátt og haustlegt og andstyggilegt og engin fegurð í því, hryssingsleg norðaustanátt og svo kalt úti og inni. blöðin sem voru svo falleg í sumar fjúka af trjánum. Manni verður illt af að líta út.

fimmtudagur, október 09, 2008

Við Pjakkur erum hér tvö hann sefur niðri í gangi á heitu gólfinu, þykist vera dauður. ég bæti hér inn Bjórtextanum við Bjórkjallarann sem ég vil að þú Arnar minn syngir fyrir mig inn á disk. frábært lag frábær rödd og frábær texti frá fyrstu dögum bjórsins á Íslandi.


Við landsmenn allir bergjum bjór
og bruggum jafnvel stundum sjálfir
Í Valhöll æsir öls við þjór... svo allir verði mátulega hálfir.
En ölsönginn söng Þór.... með strigarámri raust
og reyndar tóku hinir undir
og veitir ölið alla stund.... oss yndisbestu stundir

Við allir vitum enn í dag
að ölið bætir geðheilsu manna
og kippir öllum leiða í lag....sem líka ótal dæmi munu sanna.
En þyrstur er ég nú....og þessvegna ég syng
og þjóðin veit ég , fyllir kórinn,
Ég engann þekki íslending
sem ekki heimtar bjórinn.

Já lad de svinge. kv. Lukka.


og að lokum ein geðveikt flott haustlitamynd við eina heitu lindina.

Það er aldeilis gaman að fara í svona könnunarferð, ferðalög svona smá könnunarleiðangrar eru mitt uppáhald

ég tala nú ekki um að fara á staði þar sem ég hef aldrei komið ....



Fram Staðardalinn var röð af kindum svo langt sem augað eygði og myndavélin mín náði ekki helmingnum af þeirri röð, allar voru þær að fara fram í dalinn þegar við fórum yfir en þegar við komum aftur voru þær greinilega komnar í áfangastað á túninu hennar Siggu Björnsdóttur sálugu á Kleppustöðum, og gæddu sér þar á grængresinu, og efalaust hefur sálin hennar Siggu verið þar líka og raulað fyrir þær fallegu lögin sín með ótrúlega fallegu röddinni sinni.


Þarna eru heitar lindir út alla Ströndina Alveg svakalega flott, bara eins og í Bjarnarfirði og Drangsnesi, Hveravík, Litla-Fjarðarhorni,og Ljúfustöðum.


Uppi á Steingrímsfjarðarheiði hittum við orkutröllið Daníel Ingimundarson og hann var ekki í neinni fýlu enda búinn ásamt félaga sínum að losa eitthvert kostulegt tæki upp úr drullupytti, Hann ræddi við Jón um fjármálaástandið eins og fjármálamanni er tamt, og sýndi mér vél sem heitir kónguló og getur skotið risastórum dekkjum út til hliðanna ef með þarf , ég nenni ekki að tala um fjármál og þakjárn hefur hækkað í verði, Skal segja ykkur....


Uppi á þakinu voru Diddar tveir þ.e. Jón Gísli og Kristinn Vermunds, ekki eru nú þetta nógu góðar myndir hjá mér þar sem sést ekki framan í þá pilta og þetta eru báðir fallegir menn og skemmtilegir. En það er greinilega ekki gott að tak svona myndir upp í loftið.


Sævar, Jón og Kiddi ræðast við yfir þakjárnsplötu.
vöknuð eftir efiða nótt þar sem ég ferðaðist helling og lenti í allskonar hremmingum og einkar fíflalegu basli , skellti Stóru Draumaráðningabókinni á borðið með morgunmatnum og leitaði í henni að lausnum á þessu draumarugli og fékk ekki neina heildstæða skýringu. Sennilega var handleggurinn og hægri öxlin að angra mig í svefninum þetta lagast ekki þrátt fyrir dópneyslu samkv. doktornum... Sko af því ég vil að það lagist STRAX. Það ku reyndar ekki vera þannig nema í ævintýrunum.
Við Jón fórum yfir í Djúp í gær í könnunarleiðangur og myndatökuferð, yfir að Nauteyri og kíktum á Höfðamenn sem voru að setja þakjárn á fyrrverandi félagsheimilið sem kviknaði í , og nú skal verða safn um ævi og skáldverk Steins Steinarrs. Þetta er heilmikið hús en ansi mikið sem þarf að gera svo það verði fínt.
eInnig skoðuðum við borholur og heita pottinn fyrir ofan kirkjuna. það eru ennþá fallegir haustlitir á lyngi og kjarri í Djúpinu það vantar svona gróður hérna megin heiðar. Mig hefur alltaf dreymt um svona smá trjágróður td í Kollafirðinum og Bitrunni að maður tali nú ekki um Tungusveitina. Samt berst fólk hetjulegri baráttu við að gróðursetja tré og runna við húsin sín.
Heima í Steinadal eru 50 ára viðjukræklur allt í einu farnar að breiða úr sér og hækka , líka strandavíðir sem ég setti seinna og fimm grenitré sem fóru að hækka þegar veðráttan hlýnaði.

sunnudagur, október 05, 2008


Og hér eru þær mæðgur Fanney og Haddý með listilega gerða steinafólkið sitt og kertin. það var aldeilis gaman að hitta þær þarna.


Þetta var aldeilis þrususkemmtileg söluferð hjá mér með muni frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, á Sauðamessu í Borgarnesi, það hefði kannski verið betra að stilla mér upp við logoið setursins með hornin út úr hausnum

það var þarna þvílíkur mannfjöldi samankomin og skemmtileg sauðfjárstemming skemmtunin öll hin ágætasta og veðrið gott. Allir í lopapeysum með hin fjölbreyttustu höfuðföt mest bar á allskyns húfum með horn og þæfðar topphúfur.

kaffi var selt og vöfflur með rjóma og sultu, í sölubásunum var allt mögulegt. allskyns afurðir, kartöflur harðfiskur og hákarl, lambasteik,saft og sultur,prjónavörur, steinafólk ,keramik, jólaskraut, Kerti, skinnavörur, lambalúllarnir okkar, sokkar o0g vettlingar, voododúkkur, nei annars. Ég keypti eina jólagjöf ..segi ekki hvað...og lítersflösku af broddmjólk, og tvo boli annan með hrút framan á og hinn með þremur rollum á bakinu. Það var hálka á veginum í morgun frá Bæ að Brú, en hún var að mestu farin í kvöld.

Ég kom við á Eyri á heimleiðinni og stanzaði heilleingi.

föstudagur, október 03, 2008



Það eru fallegir haustlitirnir og mikið reynir maður til að festa þá á filmu eða málverk,en ekkert kemur samt í staðin fyrir að vera úti og baða sig upp úr þeim í beinni. svo er núna komið smá snjósáldur en ennþá glyttir í fagurrauða gula og græna liti í gegn, en þó aðallega brúna og fjólubláa tóna.

Alveg elska ég haustið og alla þessa litadýrð, lognið myrkrið á kvöldin og stjörnurnar sem eru komnar í ljós eftir sumarfríið....Tunglið ....aauuu..

Já haustið á liti.... og gott að hugsa um indælt og viðburðaríkt sumar.

Fór í könnunarleiðangur norður í Bjarnarfjörð, kannaði fyrstu hálku haustsins og komst að þeirri spaklegu niðurstöðu að best væri að henda vetrardekkjunum undir bifreiðina,og skal það gerast á morgun. Að vísu hvarf þessi hálka þegar leið á daginn en nú snjóar hér í logni og er virkilega fallegt veður.
Það er alveg garanterað að ég er nagladekkjafíkill eða verð það um leið og kemur snjókorn úr lofti, og algjör auli í hálkuskrensi og þessháttar.
Nú er komið hvítt flott skottlok á bílinn minn og hann þekkist ekki lengur svo ég verð að gera eitthvað í því. hugmyndin er að líma á hann einhverjar geggjaðar merkingar.
svo nú er að leggja heilann í bleyti eða bara leggjast í bleyti og fá snyrtilegar og frábærar hugmyndir s.b.r. að yrkja ljóð í baði...Fór til Adda og Hildar í kvöld og við ræddum ýmsar hugmyndir.

fimmtudagur, október 02, 2008



Skelli hér inn einni mynd frá Hamingjudögum.

Bangsi er frekar raunamæddur en svo var hann lokkaður upp í vagn og fékk einn bjór sem hann drakk með röri. og valsaði svo kátur um niðri í rækjuvinnslu þar sem ekki þótti fært að hafa hann valsandi um á götunni af hættu á að hann yrði skotinn.

Bangsakrúttið.

Ég fékk lausn á gátunni um mánaðanöfnin...einnig er ég búin að reikna út hvað fer í að kaupa Moggann á ári og ákvað svo að það væri æskileg sparnaðarleið að kaaupa hann ekki og flýtti mér að segja honum upp. Huhuhu. Konan sem ég talaði við reyndi að freista mín með helgaráskrift. Ég lét nú samt ekki freistast, merkilegt nokk, aldrei of mikið til að lesa. Mér finnst líka að fólk sé ekki "maður með mönnum" nema kaupa að minnsta kosti eitt blað, en það er bara bölvað snobb sú hugsun, og ég vil síst af öllu vera snobbari...
Mér tókst að framkvæma svolítið í gær sem ég hélt að ég væri alveg búin að klúðra og skíta á mig með, og í framhaldi af því finnst mér ég vera algjör snillingur og gangandi kraftaverk, það er ægilega góð tilfinning. Ekki er ég þó viss um að ég fengi tíu fyrir vinnubrögðin við nákvæma rannsókn sérfræðinga eg ég ætla að leyfa mér að vera gangandi montrófa smá.
Það er frost úti ég sé að það er skurn á pollunum, Þá þarf maður ekki að vera að huxa um að tína meiri ber, bara slafra í sig því sem komið er í hús.
Ég mundi alltí einu að ég átti safapressu inni í skáp og skellti öllum krækiberjunum mínum í hana og úr því urðu níu gosflöskur af saft sem er hinn besti drykkur.
Lukka skemmtanafíkill er óróleg og langar að gera eitthvað spennandi, fara í sjósund eða eitthvað.....þannig...