Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, október 09, 2008

vöknuð eftir efiða nótt þar sem ég ferðaðist helling og lenti í allskonar hremmingum og einkar fíflalegu basli , skellti Stóru Draumaráðningabókinni á borðið með morgunmatnum og leitaði í henni að lausnum á þessu draumarugli og fékk ekki neina heildstæða skýringu. Sennilega var handleggurinn og hægri öxlin að angra mig í svefninum þetta lagast ekki þrátt fyrir dópneyslu samkv. doktornum... Sko af því ég vil að það lagist STRAX. Það ku reyndar ekki vera þannig nema í ævintýrunum.
Við Jón fórum yfir í Djúp í gær í könnunarleiðangur og myndatökuferð, yfir að Nauteyri og kíktum á Höfðamenn sem voru að setja þakjárn á fyrrverandi félagsheimilið sem kviknaði í , og nú skal verða safn um ævi og skáldverk Steins Steinarrs. Þetta er heilmikið hús en ansi mikið sem þarf að gera svo það verði fínt.
eInnig skoðuðum við borholur og heita pottinn fyrir ofan kirkjuna. það eru ennþá fallegir haustlitir á lyngi og kjarri í Djúpinu það vantar svona gróður hérna megin heiðar. Mig hefur alltaf dreymt um svona smá trjágróður td í Kollafirðinum og Bitrunni að maður tali nú ekki um Tungusveitina. Samt berst fólk hetjulegri baráttu við að gróðursetja tré og runna við húsin sín.
Heima í Steinadal eru 50 ára viðjukræklur allt í einu farnar að breiða úr sér og hækka , líka strandavíðir sem ég setti seinna og fimm grenitré sem fóru að hækka þegar veðráttan hlýnaði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home