Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, október 03, 2008



Það eru fallegir haustlitirnir og mikið reynir maður til að festa þá á filmu eða málverk,en ekkert kemur samt í staðin fyrir að vera úti og baða sig upp úr þeim í beinni. svo er núna komið smá snjósáldur en ennþá glyttir í fagurrauða gula og græna liti í gegn, en þó aðallega brúna og fjólubláa tóna.

Alveg elska ég haustið og alla þessa litadýrð, lognið myrkrið á kvöldin og stjörnurnar sem eru komnar í ljós eftir sumarfríið....Tunglið ....aauuu..

Já haustið á liti.... og gott að hugsa um indælt og viðburðaríkt sumar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home