
Fram Staðardalinn var röð af kindum svo langt sem augað eygði og myndavélin mín náði ekki helmingnum af þeirri röð, allar voru þær að fara fram í dalinn þegar við fórum yfir en þegar við komum aftur voru þær greinilega komnar í áfangastað á túninu hennar Siggu Björnsdóttur sálugu á Kleppustöðum, og gæddu sér þar á grængresinu, og efalaust hefur sálin hennar Siggu verið þar líka og raulað fyrir þær fallegu lögin sín með ótrúlega fallegu röddinni sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home