Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, október 05, 2008



Þetta var aldeilis þrususkemmtileg söluferð hjá mér með muni frá Sauðfjársetrinu í Sævangi, á Sauðamessu í Borgarnesi, það hefði kannski verið betra að stilla mér upp við logoið setursins með hornin út úr hausnum

það var þarna þvílíkur mannfjöldi samankomin og skemmtileg sauðfjárstemming skemmtunin öll hin ágætasta og veðrið gott. Allir í lopapeysum með hin fjölbreyttustu höfuðföt mest bar á allskyns húfum með horn og þæfðar topphúfur.

kaffi var selt og vöfflur með rjóma og sultu, í sölubásunum var allt mögulegt. allskyns afurðir, kartöflur harðfiskur og hákarl, lambasteik,saft og sultur,prjónavörur, steinafólk ,keramik, jólaskraut, Kerti, skinnavörur, lambalúllarnir okkar, sokkar o0g vettlingar, voododúkkur, nei annars. Ég keypti eina jólagjöf ..segi ekki hvað...og lítersflösku af broddmjólk, og tvo boli annan með hrút framan á og hinn með þremur rollum á bakinu. Það var hálka á veginum í morgun frá Bæ að Brú, en hún var að mestu farin í kvöld.

Ég kom við á Eyri á heimleiðinni og stanzaði heilleingi.

4 Comments:

  • At 5:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ þetta var flott hjá ykkur:) Þið eruð svo duglegar. En hefur Sauðamessa verið haldin á hverju ári, eða er þetta nýtilkomið, sniðugt. Fínar myndir hjá þér:)Kveðja Hanzka..

     
  • At 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú kemur næst með Haddý og verður með mér að selja

     
  • At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hver veit hvað ég verð að gera þá:)

     
  • At 12:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ferðafélagarnir þínir beiluðu á Ströndunum og fóru Tröllatunguheiðina, sem var bara fín... ;-)
    Kveðja Begga

     

Skrifa ummæli

<< Home