Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, október 15, 2008

ég var í gærdag lengi að rölta með Pjakk úti í góða veðrinu, fór meðal annars um kirkjugarðinn þar er fallegt og friðsælt, þangað til hann fór að urra á eitt leiðið og hann urraði svo mikið að ég sá þann kost vænstann að hypja mig með hann þarna burt. Skoðaði rófugarðinn hans Ninna, stal engri rófu, Svo fann ég dauða uglu sem hafði greinilega orðið fyrir bíl en var samt heil. Það virtist vera fullt tungl í gær.

3 Comments:

  • At 1:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var það snæugla eða brandugla?

     
  • At 2:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Alla vegna var fullt tungl í Reykjavík sem virtist glotta??? En að hverju veit ég ekki....

     
  • At 6:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Brandugla

     

Skrifa ummæli

<< Home