Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, október 02, 2008

Ég fékk lausn á gátunni um mánaðanöfnin...einnig er ég búin að reikna út hvað fer í að kaupa Moggann á ári og ákvað svo að það væri æskileg sparnaðarleið að kaaupa hann ekki og flýtti mér að segja honum upp. Huhuhu. Konan sem ég talaði við reyndi að freista mín með helgaráskrift. Ég lét nú samt ekki freistast, merkilegt nokk, aldrei of mikið til að lesa. Mér finnst líka að fólk sé ekki "maður með mönnum" nema kaupa að minnsta kosti eitt blað, en það er bara bölvað snobb sú hugsun, og ég vil síst af öllu vera snobbari...
Mér tókst að framkvæma svolítið í gær sem ég hélt að ég væri alveg búin að klúðra og skíta á mig með, og í framhaldi af því finnst mér ég vera algjör snillingur og gangandi kraftaverk, það er ægilega góð tilfinning. Ekki er ég þó viss um að ég fengi tíu fyrir vinnubrögðin við nákvæma rannsókn sérfræðinga eg ég ætla að leyfa mér að vera gangandi montrófa smá.
Það er frost úti ég sé að það er skurn á pollunum, Þá þarf maður ekki að vera að huxa um að tína meiri ber, bara slafra í sig því sem komið er í hús.
Ég mundi alltí einu að ég átti safapressu inni í skáp og skellti öllum krækiberjunum mínum í hana og úr því urðu níu gosflöskur af saft sem er hinn besti drykkur.
Lukka skemmtanafíkill er óróleg og langar að gera eitthvað spennandi, fara í sjósund eða eitthvað.....þannig...

2 Comments:

  • At 11:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert snillingur og Lukka líka.
    Leyfðu skemmtafíklinum að blómstra og skelltu henni sjósund eða eitthvað annað......

    Alltof langt síðan ég hef heyrt í þér elsku vinkona, langar í kaffi og spjall.

    Knús og kossar

    Ella Óladóttir

     
  • At 12:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    oh ég líka meððér í kaffiog spjall.það er þetta með skemmtanafíkilinn Lukku. Hún vill endilega skella sér alltaf í sund og kafa þar eftir perlum.

     

Skrifa ummæli

<< Home