Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, janúar 31, 2005

Kominn mánudagur og ég var að skoða Strandafréttavefinn, þar eru skemmtilegar myndir af þorrablótinu. Þetta var þrusugaman.,maturinn fínn, rafmagnið fór ekki, músikin aldeilis frábær, mannskapurinn í þvílíku stuði, nú eins og músikin býðiur uppá, maður gleymir öllum leiðindum og dansar meðan stætt er. Ég er stórhrifin af myndinni af sjálfri mér með tíkinni,, það hefði átt að skíra myndirnar t.d. (two bitch)
Tíhí. Ég er ekki frá því að það sé aðeins farið að vora. það má nú alveg birta til eftir strembinn vetur.

laugardagur, janúar 29, 2005

Idolkvöldið tókst vel og nú er að fara á blótið og vona að það takist líka vel. Búin að jarða ættarhugboðið, allavega í bili..
Því er svosem alltaf hent til hliðar greyinu enda alltaf með einhvert fokking vesen. Þá er að tína úr fataskápnum stutta pilsið svo fæturnir fái að njóta sín, og reimað vesti. sbr.orðið (reimt).. það verður semsagt draugagangur.
Ég er búin að vera að rúnta hér um á forláta hvítri Tojotu sem Addi og Hildur eiga. Jóna hélt að ég væri alþingismaður að keyra í hlaðið, og veðraðist öll upp,og svo var þetta þá bara ég. Einar og Inga þurftu svo endilega að toppa þetta og birtust á glænýjum gráum Tojota eitthvað.
En svo er gamli góði vodafone the rockett kominn heim aftur . stendur hér úti, Þægilegasti bíll, kraftmikill, sparneytinn, virðulegur og eldgamall. Bestur.

föstudagur, janúar 28, 2005

Það er virkilega kolbrjálað veður. Eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Vonandi ekki.
Jú skemmtilegt...framkvæmdir... ég fór út að Kirkjubóli í gær að skoða þær. þar var Ómar Páls að saga með stórri steinsög í kjallaranum.stækka hurðagöt og búa til eitt nýtt. Breytingin er á frumstigi en lofar góðu, alltaf spennandi að fylgjast með þegar eitthvað er að gerast.
Það er öskurok, ég veit ekki alveg hvaða átt jú vestan. það er ennþá dimmt en ég sé að það rýkur sjórinn upp á land hjá Hilmi og Sæsa.
Mér tókst að ræsa tölvuna en það tekst helst snemma dags.
Í kvöld er Idol og grænmeti. mmm. Ég fór í sundlaugina í gær. það er ekki sundlaugaveður núna. Ég fór líka og keypti miða á þorrablótið.
Ættarhugboðið settist á vinstri öxlina á mér og hvíslaði hlakkandi að áð sé það heimskulegasta sem ég hef gert lengi. en ég lét sem ekkert væri eins og alltaf þegar ég er að gera einhverja vitleysu. Ég sem var alveg ákveðin í að fara snemma að sofa og hanga heima lesa í bók og horfa á kassann og hugsa um hvað allir hinir skemmti sér nú vel og öfundast yfir því....En það er nú úr sögunni. ég er meir að segja farin að hlakka dálítið til, algjör asnakjálki.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Jah nú er sú gamla góða tölva búin að segja upp í bili og skal hún verða send á Hvammstanga. ég er uppi í skóla að blogga. Það er ná kvæmlega ekkert að segja ...Nema.. ég fór í sund í gær eftir sex vikna hlé og það var nákvæmlega eins gott og mig minnti að það væri.. og synti ég í rólegheitunum 500 metra.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ja hérna það er farið að grænka flötin hér fyrir framan.
Svo er Hilmir gamli kominn á flot sýnist mér. Þar er komið nýtt stöðuvatn kring um hann hyldjúpt . Ég lít það með nokkurri tortryggni. Kannske kemur það inn í " neðansjávaríbúðirnar" okkar ef það vex enn án þess aðþví verði veitt burt.. Kannske verða kafbátar á óskalistanum næst.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Jæja þá er komið kvöld eina ferðina enn og ég er undirlögð af algerum hringlandahætti hafi það skeð fyrr.. Addi minn og Hildur eru á þeirri skoðun að ég eigi að fara með þeim á þorrablót. mér finnst alltaf svo agalega gaman ef einhver vill að ég sé með.Annars var ég búin að ákveða að fara ekki. Nú langar mig að fara en veit ekki hvort það verður gaman .þ.e.a.s. það er alltaf eitthvað gaman t.d. skemmtiatriðin. nú og svo finnst mér þorramatur góður. kannske er of seint að ákveða það núna . Nú þá það. Svei og fjandinn. Kannske get ég dansað smá. Ég fór til hennar Bjarkar J. í heilun og hún framdi einskonar kraftaverk á bakinu á mér, Ég get nú labbað eins og manneskja í fyrsta skifti síðan í októberbyrjun. fer samt afar varlega, passa mig með að standa ekki í neinum lyftingum. verkurinn minn er farinn. og aðeins smá stingir eftir.
Engar verkjatöflur. vonandi hægt að henda þeim alveg.
Ég er búin að fá vinnu frá fyrsta febrúar hjá Strandagaldri, gott mál það.
Sálartetrið í mér er samt alveg í klessu, alger skítaklessa, Ég sat hér í gærkvöldi í rigningunni og leið eins og ég hefði klessukeyrt sjálfa mig og væri svona einskonar brak. Hér í hlýja og notalega húsinu mínu ætti í svona slagveðri eins og var í gærkvöldi samkvæmt aldri hússins að mígleka allsstaðar , en það er nú öðru nær það lekur aldrei nema inn um einn glugga og svo inn um útihurðina uppi og niður í bala sem ég set niðri á gangi,. Af einhverjum ástæðum fór þetta í gær alveg hroðalega í taugarnar á mér. kannske hef ég fengið taugaáfall þegar flæddi inn um
daginn. Ég er allavega með það á heilanum og alltaf að gá hvort örli á einhverju á bílastæðinu, vakna á nóttunni og kíki. Ég er samt ekki viss um að ég myndi þora að hringja þegar komin er nótt frekar en þá, ef ég yrði vör við það, held það yrði lítil hrifning. Ég hélt reyndar þá að þetta væri vitleysa ,en það var svo mikill snjór í innkeyrslunni að það sást ekki vel. Nú og svo átti þetta alls ekki að geta skeð samkvæmt einhverjum fokking verkfræðingi.
Jamm og kannske rofar til einhverntíman ég er samt svartsýn. alveg ógeðslega biksvört.

föstudagur, janúar 21, 2005

Ég fór til Bjarna Hannessonar læknis í Reykjavík og það var afar merkilegt ég sá sneiðmyndirnar af hryggnum á mér og hann útskýrði allt fyrir mér og ákvað að skera mig ekki upp að sinni. Ég var ógurlega fegin því ég er einhvernvegin ekki tilbúin í það alveg í augnablikinu.
Ég fékk ýmis góð ráð. og nú er að vinna í þeim.
Ég er komin heim, Kom í gær og gekk vel, við Halla fórum í ammæli til Finnu. Það var síðasti kennslutíminn í enskunni í gærkvöldi og ég komst í hann. Það var ekkert skólp á ganginum þegar ég kom, en dulítil stybba í stofunni og svefnherberginu. þar af leiðandi dreymdi mig í nótt stóreflis rotþró sem var hér úti í garði og Hreppurinn hafði gefið mér ,Bara eftir að grafa hana niður og aldrei meiri flóð á Höfðagötu 7. Ég vaknaði afar glöð yfir þessu og vona að þetta sé merkilegur draumur eins og þegar mig dreymdi að ég leit út um stofugluggann á efri hæðinni og sá þessa flottu grasflöt hérna fyrir framan húsið og allt draslið horfið. Það hefur svo sannarlega rættst.
Veðrið er dásamlegt, bjart og kyrrt og dálítið frost. Rosaflottur hafísjakinn fyrir utan Hvalsá, og flottar myndirnar af honum á Strandir.is. Kominn með nafn Ferhöfði eða Stórhöfði, Hví ekki Þverhöfði tíhíhí.
Halla svifti nýja eldhúsborðinu mínu inn úr bílnum eins og kraftajötunn og ég er búin að skrúfa það saman, flott, og nú er Idolkvöld með grænmetisréttum....
Ég fór og hjólaði í morgun og fór svo til Bjarkar í heilun og það var svaka merkilegt...ekkert smá merkilegt....Ég er einhvernvegin öðruvísi skrítin....mér finnst ég hafa breyttst ekki svo lítið, allt í einu.

sunnudagur, janúar 16, 2005

Sunnudagsmorgunn og ég brenni reykelsi til að losna við óæskilega lykt sem eimir eftir af meðan gerefti og þilplötur eru að þorna..Svar til Bjarkar: Já Björk mín: Nýji fallegi sóffinn minn slapp en hefði ég ekki verið heima hefði hann líka staðið ofan í "fíniríinu" ásamt hinu stofugóssinu mínu. Mig langar að vekja athygli á því að ég er búin að eiga þetta hús í 12 ár og það er allt í lagi með lagnirnar í því. og ÞAÐ hefur ALDREI FLÆTT HÉRNA UPP ÚR NIÐURFALLI INNI Í HÚSINU fyrr en í fyrrasumar.. item núna. Að sjálfsögðu barst þetta í tal í gær og glaðbeittur Sæsi Ben blessaður kallinn, ekki bjartsýnn fannst mér ,,sagði að þetta á eftir að gerast oft, þetta stendur undir sjávarmáli,, HVERSVEGNA í andskotanum.. Þetta hús stendur á jafnsléttu og er ekki niðurgrafið eins og kjallararnir á 5 og 13. Það er ekki rassgat neitt undir sjávarmáli hér... Ég vil að við í þessum húsum fáum , stutta ,flotta og Ó rándýra einkaskólplögn.
Það er mjög fallegt veður í dag og nú ætla ég að hætta að velta þessu fyrir mér í bili og "Skakklappast" ( það vill svo til að ég er frekar hölt)_ út, og keyra rusli frá drulluskapnum út í ruslagám. því það er ekki tekið nema það sé í pokum.....Og ég keypti ekki ruslapoka og þeim er ekki úthlutað nema á vorin...

laugardagur, janúar 15, 2005

Laugardagur: fréttir af ferð minni í sneiðmyndatöku síðasta mánudag leiddi ýmislegt í ljós m.a. að ég er með brjósklos í baki nánar tiltekið milli 4.og 5. L.. Þetta hlaut að vera, það er ekki eðlilegur andskoti hvernig ég er. Nú en það á að gera eitthvað í málinu og það kemur væntanlega í ljós í þessarri viku þar sem ég hef fengið tíma hjá sérfræðingi í greininni. Það sem mér fannst afar merkilegt er að það sást líka merki um gamla brjósklosið mitt síðan ´´76 - ´´80. stórmerkilegt tæki... Jamm Verst að ég missi af tveimur síðustu tímunum í enskunni af þessum sökum.
Ég ætla að komast í lag sem fyrst....
Fimmtudagskvöldið dundu þær hrellingar yfir hér á H.7. sem fullyrt hafði verið að væru úr sögunni. Þegar ég kom heim úr skólanum mætti mér viðbjóðsleg ólykt og rauðleitt rækjuvatn flaut um allan ganginn. þar synti skótau og mottur og farið var að renna inn í stofu og svefnherbergi. Þvottavélarhornið þar sem illu heilli var fatnaður á gólfinu sem beið þess að vera stungið í þvottavélina, lá niðri í óþverranum.fokking andskotans helvíti. Hvað er að ske eiginlega??? Ég hringdi í Einar og hann og Siggi M. komu og hjálpuðu mér að ausa megninu af rækjuskólpinu út. Síðan var ég að burðast við að þurrka upp úr þessum gólfum. En var á eftiralveg eins og ég væri að brotna í tvennt, skreiddist upp í rúm að sofa og dreymdi að ég væri risarækja sem hefði dáið fyrir nokkru síðan og væri orðin úldin, pestin var þvílík.
Í gær komu svo Jón og Halla og björguðu mér frá algerri geðveiki, Halla barðist um og þreif til allan daginn. Þau hún og Lói hafa nú ekki farið varhluta af svona eyðileggingu Í kjallaranum sínum.
þau báru út ónýtt dót. Gamlan skáp sem var alveg gegnsósa. Við urðum að taka allt burt af ganginum og þar sem að hiti er er í gólfinu þar hafði ógeðið þornað upp yfir nóttina. og lyktaði eftir því.
Fæturnir á húsgögnunum mínum hafa blotnað og sogið í sig seyðið og eru ónýtir. En í gærkvöldi var allt orðið eins fínt og framast getur orðið, þökk sé Höllu. Ég brenndi reykelsi, og sem betur fer var gott veður svo hægt var að opna út, Samt held ég að lyktin hverfi aldrei alveg. Ég er ekki viss um að mér sé óhætt að fara suður. Ég fór út á hrepp til að væla yfir þessu en varð nú ekki vör við annað en að það vekti bara kátínu.
Ásdís var ekki við en hún vill nú allt fyrir mig gera. Ef einhver trúir þessu ekki , eða heldur að þetta sé eitthvað skemmtilegt þá er hér baðmotta úti í garði sem velkomið er að fá að hnusa af. Ég vil að við hér á tanganum fáum einka skítarennu í sjóinn,, frárennsli heitir það víst, sem nær ekki svona langt út í sjóinn. Bryndís Sveins sagði að þetta hefði aldrei verið svona þegar hún og Kiddi frændi bjuggu hérna." Satan í Bergen"

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Tölvan mín er að bila fokking vesen. Nú nú en hún lafir enn og með dulitlu lagi tekst mér að koma henni í gang á morgnana. Ég fór suður á laugardaginn og kom aftur á sunnudaginn og þá komu Hrafnhildur og HarpaHlín með mér. Þær töluðu ensku við mig alla leiðina nema á Kjalarnesinu og í göngunum....TÍHÍHÍ....Ég fór í sneiðmyndatöku og Þegar ég var komin fram frá því hver haldið þið að hafi setið þar nema Pálína Anna Jörgensen. Hún var að fara í röntgenmynd með lungun í sér.. Hún hafði fengið svo slæma inflúensu skinnið. Við druslurnar fórum svo og fengum okkur kaffisopa þarna í Domus. og ræddum um veðrið og heilsufarið og barnabörnin eins og gengur.
Framtíðarplönin mín fyrir árið eru nú hvorki að hætta að bölva eða reykja og drekka eins og hjá Jóni syni mínum.. en Ég stefni að því að geta labbað út að Kirkjubóli eins og á Nýjársdag í fyrra og þá gjarnan á báðum löppunum og staflaus. Ég ætla að mála, borða allskonar hollustu, Laga á mér bakið og klára enskuna Lesa fullt af bókum og sækja um vinnu á sauðfjársetrinu í sumar, fara út í Grímsey, fara í leikhús, fara marga Drangsneshringi. Synda mikið, (syndga) Fara í allskonar landkönnun og fjöruferðir. Baka kleinur, Keyra hringferð um landið á Rocketgræjunni. Blogga, hjóla annan hring á þrekhjólinu. OG -eins og stendur í skoðanakönnun á nýja strandavefnum eða dagbókinni:
"Hlúa að andlegu hliðinni "þar sem hún er alveg í rúst . Nú hugsar einhver að þar vaði allskyns geðveiki uppi, en hversvegna ekki? eru ekki flestir með einhverju þannig marki brenndir.
Tobba mín á Laugalæknum sagði nú alltaf að það væri best að vera hæfilega klikkaður manni liði þá svo vel... Sammála Bless í dag.
Nú er komið að áætlanagerð ársins 2005. ekki þýðir að leggjast í leti og ómennsku sem er reyndar alltaf áleitin í janúar en viðrast af senn hvað líður, ÉG GLEYMDI í atburðaskrá síðasta árs að ég kellíngin er í námi í ensku. það gengur nú svona og svona en bætist aðeins við skilninginn og orðaforðann. Líka að á Jólamarkaðnum sýndum við málverk sem ég og Jónsi Guðlaugs höfum gert, sirka tíu myndir frá hvoru. Það var dáldið gaman og spennandi.
OG. það sem mér fannst svo spennandi í umhverfismálum var að allt draslið hvarf hér af hafnarbakkanum. og það er komin hér falleg grasflöt fyrir framan H:7. ( Sæsatún) eða Galdraslétta...Allavega göldrum líkast. dásamlegt framtak.
SVO kom sundlaugin . Frábært að synda í henni. heilsubót fyrir fólkið.
ef það hangir ekki barasta í pottunum. reyndar er líka heilsubót að hanga í pottunum...Svo er líka gufa..EN svo er líka Íþrótta hús og það virðist nú ekki vera eins mikil heilsubót, því það sem karlarnir kalla í gríni Íþróttafélag Fog L. fer illa með þá sem eru á mestri hreyfingu. Þeir togna og slitna og þola illa hreyfinguna á ýmsan hátt. vonandi á það eftir að lagast. Engar slíkar sögur fara af konunum.
Ég var að reyna að rifja upp atburði þá er að mér persónulega snúa á síðasta ári OG: fyrsta: Byrjaði árið með því að labba út að Kirkjubóli,
Lauk síðan við að hjóla hringveginn í kílómetrum á þrekhjóli + mínu fjalla hjóli. Sú hringferð stóð yfir frá fyrsta des 2003. til fyrsta apríl 2004. Þar sem ég hef í langan tíma verið að láta mig langa til að aka þennan blessaðan hringveg þá var þetta nú samt stór áfangi og kannaði ég að sjálfsögðu landslagið á þessari leið um leið og ég hjólaði.
5. apríl á afmælinu hans Jóns fór ég í stóreflis aðgerð og var sneitt af mér talsvert af spiki sem var orðið til verulegra leiðinda. Það var svaka upplifun og mér leið eins og ég væri í fínasta sumarfríi. það var dekrað við mig á allan hátt á sjúkrahúsinu, ég las fullt af bókum, réði hundrað krossgátur og spilaði rússa við Hönnu Siggu ,Það kom fullt af fólki í heimsókn og hringdi, og ég fékk fullt af afmælisgjöfum og blómum 16. apríl á afmælinu mínu. Ég kom heim um 20. apríl og það væri synd að segja að það væri ekki tekið vel á móti mér.
Ég fór svo að vinna hjá Sauðfjársetrinu í Júníbyrjun. og það var gaman eins og vant er. vöfflur og rjómi..Tákn fyrir sýninguna.
Ég fór á stórtónleika Metallicu og það var stórt atvik.
Jón Örn fermdist .. Jón Gústi II. byrjaði í framhaldsskóla.Við fórum á Akranes áð sjá leiksýningu Járnhausinn eftir Jónas og Jón Múla sem hann tók þátt í.
Sumarið var líka stórt atvikslega séð. Mamma og Jón móðurbróðir hurfu frá okkur yfir á næsta tilverustig. Blessuð sé þeirra minning.
Árný Huld varð stúdent og Árdís keypti B.9.
Ég sá um jólamarkað Strandakúnstar í gamla kaupfélaginu í desember með dyggri aðstoð góðra vina og ættingja. það var skemmtilegt ævintýri og gekk mjög vel. Ég var svo ein með sjálfri mér hér á H7 á aðfangadagskvöld vegna slæmrar veðurspár og svo gat ég ómögulega verið að gera upp á milli barnanna minna sem vildu endilega að ég væri hjá þeim. Þetta var mjög notalegt og ég var mjög skemmtileg.
Á jóladag þustu svo allir heim í Steinó. Líka á gamlaársdag.. OG SVO allt það sem er ósagt og gerðist........

laugardagur, janúar 08, 2005

Góðan daginn góðir hálsar Krummarnir sitja að snæðingi hérna í garðinum hjá mér. þeir eru feitir og pattaralegir. í gær var rjúpa að vappa þarna líka. og svo allir smáfuglarnir ...þetta líka indælis kattafóður...mmm..Jóns blogg kemur manni til að skoða einhverja áætlanagerð fyrir árið. en mér dettur fátt í hug annað en það að reyna að komast á báðar lappirnar aftur og jafnframt því að geta hætt að bryðja verkjalyf sýknt og heilagt, og í framhaldi af því leggja hækjunni sem hefur verið mín stoð og stytta að fara aftur að stunda fjallgöngur, dansa og annað hopp og hí... Á mánudaginn árla á ég að fara í einhvert tölvu sneiðmyndatæki sem á að sýna hvað um er að vera í bakinu á mér.
Fokking vesen. og vonast ég til að ég fari í einhverja skveringu til lagfæringa. Meiri áætlana er að vænta þegar því er lokið...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Þriðjudagur : Það er verið að moka burt snjóinn sem hefur hrúgast niður hér fyrir utan , það er alveg ótrúlega mikið magn Tvær gröfur á fullu í þessu. Dásamleg svona stórvirk tæki. Nú er enska á eftir og gaman.
Ég fór til doktorsins í gær og á að fara í skanna fyrir sunnan þegar vel gefur til ferðalaga. það er alveg ómögulegt að vera svona ef annað er hægt. Hann skar líka smá bút af hægra hnénu á mér til að senda í ræktun af því þar var einhver ógeðsblettur sem kom í sumar stagaði svo saman með rúllupylsusaum. Til hamingju með nýja sjónvarpið HannaSigga mín Það hlýtur að vera stór munur.
Þokkalegt eða hittþó heldur að frétta af íþróttagörpum vorum, þarna voru þeir að keppa í nýja íþróttahúsinu í gær, og lá hver um annan þveran. það er eins og ég hef alltaf sagt , Íþróttir eru stórhættulegar og það ætti ekki nokkur maður að stunda þær. Hreyfa sig hægt og varlega , það er lóðið, en þarna í þessu flotta og nýja rými rennur á þá berserksgangur.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Sunnudagsmorgunn !!! annar í nýju ári. það er gott veður og eftir notaleg fjölskyldumót um jólin og áramótin eru allir að fara suður... Árdís mín og Hannasigga þeysa suður á Gandalfinum gráa á eftir.. Og nú hefst glíman við árið 2005. það verður efalaust fjölbragðaglíma og eins gott að maður vinni eitthvað af þeim brögðum. Gleðilegt nýjár allir vinir og vandamenn. Ég er alltaf venju fremur væmin og skrítin um áramót.. Átak að kveðja gamla árið sem kemur aldrei aftur snökt snökt. og svo að fara að glíma við þá lærdóma sem maður hefur öðlast. Reyna að vera skemmtileg og jákvæð. Ó já.
Nýjustu fréttir .það eru einhverjir dyntir í tölvunni minni og. Hanna Sigga heldur að það sé henni að kenna. Krummarnir í garðinum eru komnir í morgunmat í stóra pottinn þar sem við Halla látum mat fyrir þá. Sjáum til hvað gerist.... Í dag fer ég í afmælisveislu Sigfúsar sjö ára á Kirkjubóli.. blessaður kallinn... Ég hlakka til þess..