Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Þriðjudagur : Það er verið að moka burt snjóinn sem hefur hrúgast niður hér fyrir utan , það er alveg ótrúlega mikið magn Tvær gröfur á fullu í þessu. Dásamleg svona stórvirk tæki. Nú er enska á eftir og gaman.
Ég fór til doktorsins í gær og á að fara í skanna fyrir sunnan þegar vel gefur til ferðalaga. það er alveg ómögulegt að vera svona ef annað er hægt. Hann skar líka smá bút af hægra hnénu á mér til að senda í ræktun af því þar var einhver ógeðsblettur sem kom í sumar stagaði svo saman með rúllupylsusaum. Til hamingju með nýja sjónvarpið HannaSigga mín Það hlýtur að vera stór munur.
Þokkalegt eða hittþó heldur að frétta af íþróttagörpum vorum, þarna voru þeir að keppa í nýja íþróttahúsinu í gær, og lá hver um annan þveran. það er eins og ég hef alltaf sagt , Íþróttir eru stórhættulegar og það ætti ekki nokkur maður að stunda þær. Hreyfa sig hægt og varlega , það er lóðið, en þarna í þessu flotta og nýja rými rennur á þá berserksgangur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home