Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Nú er komið að áætlanagerð ársins 2005. ekki þýðir að leggjast í leti og ómennsku sem er reyndar alltaf áleitin í janúar en viðrast af senn hvað líður, ÉG GLEYMDI í atburðaskrá síðasta árs að ég kellíngin er í námi í ensku. það gengur nú svona og svona en bætist aðeins við skilninginn og orðaforðann. Líka að á Jólamarkaðnum sýndum við málverk sem ég og Jónsi Guðlaugs höfum gert, sirka tíu myndir frá hvoru. Það var dáldið gaman og spennandi.
OG. það sem mér fannst svo spennandi í umhverfismálum var að allt draslið hvarf hér af hafnarbakkanum. og það er komin hér falleg grasflöt fyrir framan H:7. ( Sæsatún) eða Galdraslétta...Allavega göldrum líkast. dásamlegt framtak.
SVO kom sundlaugin . Frábært að synda í henni. heilsubót fyrir fólkið.
ef það hangir ekki barasta í pottunum. reyndar er líka heilsubót að hanga í pottunum...Svo er líka gufa..EN svo er líka Íþrótta hús og það virðist nú ekki vera eins mikil heilsubót, því það sem karlarnir kalla í gríni Íþróttafélag Fog L. fer illa með þá sem eru á mestri hreyfingu. Þeir togna og slitna og þola illa hreyfinguna á ýmsan hátt. vonandi á það eftir að lagast. Engar slíkar sögur fara af konunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home