Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Jæja þá er komið kvöld eina ferðina enn og ég er undirlögð af algerum hringlandahætti hafi það skeð fyrr.. Addi minn og Hildur eru á þeirri skoðun að ég eigi að fara með þeim á þorrablót. mér finnst alltaf svo agalega gaman ef einhver vill að ég sé með.Annars var ég búin að ákveða að fara ekki. Nú langar mig að fara en veit ekki hvort það verður gaman .þ.e.a.s. það er alltaf eitthvað gaman t.d. skemmtiatriðin. nú og svo finnst mér þorramatur góður. kannske er of seint að ákveða það núna . Nú þá það. Svei og fjandinn. Kannske get ég dansað smá. Ég fór til hennar Bjarkar J. í heilun og hún framdi einskonar kraftaverk á bakinu á mér, Ég get nú labbað eins og manneskja í fyrsta skifti síðan í októberbyrjun. fer samt afar varlega, passa mig með að standa ekki í neinum lyftingum. verkurinn minn er farinn. og aðeins smá stingir eftir.
Engar verkjatöflur. vonandi hægt að henda þeim alveg.
Ég er búin að fá vinnu frá fyrsta febrúar hjá Strandagaldri, gott mál það.
Sálartetrið í mér er samt alveg í klessu, alger skítaklessa, Ég sat hér í gærkvöldi í rigningunni og leið eins og ég hefði klessukeyrt sjálfa mig og væri svona einskonar brak. Hér í hlýja og notalega húsinu mínu ætti í svona slagveðri eins og var í gærkvöldi samkvæmt aldri hússins að mígleka allsstaðar , en það er nú öðru nær það lekur aldrei nema inn um einn glugga og svo inn um útihurðina uppi og niður í bala sem ég set niðri á gangi,. Af einhverjum ástæðum fór þetta í gær alveg hroðalega í taugarnar á mér. kannske hef ég fengið taugaáfall þegar flæddi inn um
daginn. Ég er allavega með það á heilanum og alltaf að gá hvort örli á einhverju á bílastæðinu, vakna á nóttunni og kíki. Ég er samt ekki viss um að ég myndi þora að hringja þegar komin er nótt frekar en þá, ef ég yrði vör við það, held það yrði lítil hrifning. Ég hélt reyndar þá að þetta væri vitleysa ,en það var svo mikill snjór í innkeyrslunni að það sást ekki vel. Nú og svo átti þetta alls ekki að geta skeð samkvæmt einhverjum fokking verkfræðingi.
Jamm og kannske rofar til einhverntíman ég er samt svartsýn. alveg ógeðslega biksvört.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home