Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 08, 2005

Góðan daginn góðir hálsar Krummarnir sitja að snæðingi hérna í garðinum hjá mér. þeir eru feitir og pattaralegir. í gær var rjúpa að vappa þarna líka. og svo allir smáfuglarnir ...þetta líka indælis kattafóður...mmm..Jóns blogg kemur manni til að skoða einhverja áætlanagerð fyrir árið. en mér dettur fátt í hug annað en það að reyna að komast á báðar lappirnar aftur og jafnframt því að geta hætt að bryðja verkjalyf sýknt og heilagt, og í framhaldi af því leggja hækjunni sem hefur verið mín stoð og stytta að fara aftur að stunda fjallgöngur, dansa og annað hopp og hí... Á mánudaginn árla á ég að fara í einhvert tölvu sneiðmyndatæki sem á að sýna hvað um er að vera í bakinu á mér.
Fokking vesen. og vonast ég til að ég fari í einhverja skveringu til lagfæringa. Meiri áætlana er að vænta þegar því er lokið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home