Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Tölvan mín er að bila fokking vesen. Nú nú en hún lafir enn og með dulitlu lagi tekst mér að koma henni í gang á morgnana. Ég fór suður á laugardaginn og kom aftur á sunnudaginn og þá komu Hrafnhildur og HarpaHlín með mér. Þær töluðu ensku við mig alla leiðina nema á Kjalarnesinu og í göngunum....TÍHÍHÍ....Ég fór í sneiðmyndatöku og Þegar ég var komin fram frá því hver haldið þið að hafi setið þar nema Pálína Anna Jörgensen. Hún var að fara í röntgenmynd með lungun í sér.. Hún hafði fengið svo slæma inflúensu skinnið. Við druslurnar fórum svo og fengum okkur kaffisopa þarna í Domus. og ræddum um veðrið og heilsufarið og barnabörnin eins og gengur.
Framtíðarplönin mín fyrir árið eru nú hvorki að hætta að bölva eða reykja og drekka eins og hjá Jóni syni mínum.. en Ég stefni að því að geta labbað út að Kirkjubóli eins og á Nýjársdag í fyrra og þá gjarnan á báðum löppunum og staflaus. Ég ætla að mála, borða allskonar hollustu, Laga á mér bakið og klára enskuna Lesa fullt af bókum og sækja um vinnu á sauðfjársetrinu í sumar, fara út í Grímsey, fara í leikhús, fara marga Drangsneshringi. Synda mikið, (syndga) Fara í allskonar landkönnun og fjöruferðir. Baka kleinur, Keyra hringferð um landið á Rocketgræjunni. Blogga, hjóla annan hring á þrekhjólinu. OG -eins og stendur í skoðanakönnun á nýja strandavefnum eða dagbókinni:
"Hlúa að andlegu hliðinni "þar sem hún er alveg í rúst . Nú hugsar einhver að þar vaði allskyns geðveiki uppi, en hversvegna ekki? eru ekki flestir með einhverju þannig marki brenndir.
Tobba mín á Laugalæknum sagði nú alltaf að það væri best að vera hæfilega klikkaður manni liði þá svo vel... Sammála Bless í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home