Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 15, 2005

Laugardagur: fréttir af ferð minni í sneiðmyndatöku síðasta mánudag leiddi ýmislegt í ljós m.a. að ég er með brjósklos í baki nánar tiltekið milli 4.og 5. L.. Þetta hlaut að vera, það er ekki eðlilegur andskoti hvernig ég er. Nú en það á að gera eitthvað í málinu og það kemur væntanlega í ljós í þessarri viku þar sem ég hef fengið tíma hjá sérfræðingi í greininni. Það sem mér fannst afar merkilegt er að það sást líka merki um gamla brjósklosið mitt síðan ´´76 - ´´80. stórmerkilegt tæki... Jamm Verst að ég missi af tveimur síðustu tímunum í enskunni af þessum sökum.
Ég ætla að komast í lag sem fyrst....
Fimmtudagskvöldið dundu þær hrellingar yfir hér á H.7. sem fullyrt hafði verið að væru úr sögunni. Þegar ég kom heim úr skólanum mætti mér viðbjóðsleg ólykt og rauðleitt rækjuvatn flaut um allan ganginn. þar synti skótau og mottur og farið var að renna inn í stofu og svefnherbergi. Þvottavélarhornið þar sem illu heilli var fatnaður á gólfinu sem beið þess að vera stungið í þvottavélina, lá niðri í óþverranum.fokking andskotans helvíti. Hvað er að ske eiginlega??? Ég hringdi í Einar og hann og Siggi M. komu og hjálpuðu mér að ausa megninu af rækjuskólpinu út. Síðan var ég að burðast við að þurrka upp úr þessum gólfum. En var á eftiralveg eins og ég væri að brotna í tvennt, skreiddist upp í rúm að sofa og dreymdi að ég væri risarækja sem hefði dáið fyrir nokkru síðan og væri orðin úldin, pestin var þvílík.
Í gær komu svo Jón og Halla og björguðu mér frá algerri geðveiki, Halla barðist um og þreif til allan daginn. Þau hún og Lói hafa nú ekki farið varhluta af svona eyðileggingu Í kjallaranum sínum.
þau báru út ónýtt dót. Gamlan skáp sem var alveg gegnsósa. Við urðum að taka allt burt af ganginum og þar sem að hiti er er í gólfinu þar hafði ógeðið þornað upp yfir nóttina. og lyktaði eftir því.
Fæturnir á húsgögnunum mínum hafa blotnað og sogið í sig seyðið og eru ónýtir. En í gærkvöldi var allt orðið eins fínt og framast getur orðið, þökk sé Höllu. Ég brenndi reykelsi, og sem betur fer var gott veður svo hægt var að opna út, Samt held ég að lyktin hverfi aldrei alveg. Ég er ekki viss um að mér sé óhætt að fara suður. Ég fór út á hrepp til að væla yfir þessu en varð nú ekki vör við annað en að það vekti bara kátínu.
Ásdís var ekki við en hún vill nú allt fyrir mig gera. Ef einhver trúir þessu ekki , eða heldur að þetta sé eitthvað skemmtilegt þá er hér baðmotta úti í garði sem velkomið er að fá að hnusa af. Ég vil að við hér á tanganum fáum einka skítarennu í sjóinn,, frárennsli heitir það víst, sem nær ekki svona langt út í sjóinn. Bryndís Sveins sagði að þetta hefði aldrei verið svona þegar hún og Kiddi frændi bjuggu hérna." Satan í Bergen"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home