Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 02, 2005

Sunnudagsmorgunn !!! annar í nýju ári. það er gott veður og eftir notaleg fjölskyldumót um jólin og áramótin eru allir að fara suður... Árdís mín og Hannasigga þeysa suður á Gandalfinum gráa á eftir.. Og nú hefst glíman við árið 2005. það verður efalaust fjölbragðaglíma og eins gott að maður vinni eitthvað af þeim brögðum. Gleðilegt nýjár allir vinir og vandamenn. Ég er alltaf venju fremur væmin og skrítin um áramót.. Átak að kveðja gamla árið sem kemur aldrei aftur snökt snökt. og svo að fara að glíma við þá lærdóma sem maður hefur öðlast. Reyna að vera skemmtileg og jákvæð. Ó já.
Nýjustu fréttir .það eru einhverjir dyntir í tölvunni minni og. Hanna Sigga heldur að það sé henni að kenna. Krummarnir í garðinum eru komnir í morgunmat í stóra pottinn þar sem við Halla látum mat fyrir þá. Sjáum til hvað gerist.... Í dag fer ég í afmælisveislu Sigfúsar sjö ára á Kirkjubóli.. blessaður kallinn... Ég hlakka til þess..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home