Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ég var að reyna að rifja upp atburði þá er að mér persónulega snúa á síðasta ári OG: fyrsta: Byrjaði árið með því að labba út að Kirkjubóli,
Lauk síðan við að hjóla hringveginn í kílómetrum á þrekhjóli + mínu fjalla hjóli. Sú hringferð stóð yfir frá fyrsta des 2003. til fyrsta apríl 2004. Þar sem ég hef í langan tíma verið að láta mig langa til að aka þennan blessaðan hringveg þá var þetta nú samt stór áfangi og kannaði ég að sjálfsögðu landslagið á þessari leið um leið og ég hjólaði.
5. apríl á afmælinu hans Jóns fór ég í stóreflis aðgerð og var sneitt af mér talsvert af spiki sem var orðið til verulegra leiðinda. Það var svaka upplifun og mér leið eins og ég væri í fínasta sumarfríi. það var dekrað við mig á allan hátt á sjúkrahúsinu, ég las fullt af bókum, réði hundrað krossgátur og spilaði rússa við Hönnu Siggu ,Það kom fullt af fólki í heimsókn og hringdi, og ég fékk fullt af afmælisgjöfum og blómum 16. apríl á afmælinu mínu. Ég kom heim um 20. apríl og það væri synd að segja að það væri ekki tekið vel á móti mér.
Ég fór svo að vinna hjá Sauðfjársetrinu í Júníbyrjun. og það var gaman eins og vant er. vöfflur og rjómi..Tákn fyrir sýninguna.
Ég fór á stórtónleika Metallicu og það var stórt atvik.
Jón Örn fermdist .. Jón Gústi II. byrjaði í framhaldsskóla.Við fórum á Akranes áð sjá leiksýningu Járnhausinn eftir Jónas og Jón Múla sem hann tók þátt í.
Sumarið var líka stórt atvikslega séð. Mamma og Jón móðurbróðir hurfu frá okkur yfir á næsta tilverustig. Blessuð sé þeirra minning.
Árný Huld varð stúdent og Árdís keypti B.9.
Ég sá um jólamarkað Strandakúnstar í gamla kaupfélaginu í desember með dyggri aðstoð góðra vina og ættingja. það var skemmtilegt ævintýri og gekk mjög vel. Ég var svo ein með sjálfri mér hér á H7 á aðfangadagskvöld vegna slæmrar veðurspár og svo gat ég ómögulega verið að gera upp á milli barnanna minna sem vildu endilega að ég væri hjá þeim. Þetta var mjög notalegt og ég var mjög skemmtileg.
Á jóladag þustu svo allir heim í Steinó. Líka á gamlaársdag.. OG SVO allt það sem er ósagt og gerðist........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home