fimmtudagur, janúar 29, 2004
Það er snjókoma og ég er komin í helgarfrí...á fimmtudegi...þetta getur gert mann vitlausan,helst vildi ég að helgin væri bara einn dagur. Svei og fjandinn.... Svo nenni ég alls ekki að gera það sem ég þarf að gera... og svo og svo..
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Fann ég ekki nema annað kvæði frá sama tíma og skelli því bar hér líka. Það er líka af neikvæðu blaðsíðunum mínum. Drama.
Ég heyrði einn morgunn svo fallegan fuglasöng,
fyrir utan gluggann minn úti í garði,
Ég leit út og sá hvar sat þar einn þröstur smár
á þrastakonuna ástföngnum augum starði.
Ég hlustaði þarna á sönginn, svo blítt þeirra kvæði
Hann söng það til hennar og ástin gagntók þau bæði
Þá kom eins og elding, sem leiftur um lognværa nótt.
Lítill kattarskratti - svartur - og át þau bæði.
Og eftir það fannst mér veröldin vond og tóm
ég væflaðist um og nennti ekkert að gera
mér fannst ég heyra einhvern flauta með fölskum róm
svo frámunalega illa í hlustir mínar að skera.
Sólskinið hvarf og svo komu rigningarský
Svartur heimur og allir éta hvern annan
Ég fór oní skjóðu og sótti öxi þar í
Fór út í garðinn, hjó henni í köttinn og drap´ann.
Haldiði að það sé nú.......
Ég heyrði einn morgunn svo fallegan fuglasöng,
fyrir utan gluggann minn úti í garði,
Ég leit út og sá hvar sat þar einn þröstur smár
á þrastakonuna ástföngnum augum starði.
Ég hlustaði þarna á sönginn, svo blítt þeirra kvæði
Hann söng það til hennar og ástin gagntók þau bæði
Þá kom eins og elding, sem leiftur um lognværa nótt.
Lítill kattarskratti - svartur - og át þau bæði.
Og eftir það fannst mér veröldin vond og tóm
ég væflaðist um og nennti ekkert að gera
mér fannst ég heyra einhvern flauta með fölskum róm
svo frámunalega illa í hlustir mínar að skera.
Sólskinið hvarf og svo komu rigningarský
Svartur heimur og allir éta hvern annan
Ég fór oní skjóðu og sótti öxi þar í
Fór út í garðinn, hjó henni í köttinn og drap´ann.
Haldiði að það sé nú.......
Set hér eitt lítið viðbjóðslegt ljóð um vorið, sem ég orti á sumardaginn fyrsta 2002.
Það er vorhret á glugga vindurinn hvín í gáttum,
Vesalings fuglarnir reyna víst veðrið að þreyja
þeir voru komnir hingað úr öllum áttum
kvakandi álftir og kríur tjaldar og lóa
þeir ætluðu að fara að byggja sér hreiður í móa
Svo liggja þeir frosnir sem hráviði um allt og deyja.
Mannfólkið skilur ekk´í þessum íllviðris fjanda
var ekki komið sumar hér norður til Stranda?
Jeppamenn sitja fastir á bílunum fínum
Því ferðaeðlið lætur ekki á sér standa.
Þeir gerðu ekki ráð fyrir gömlum snjókomu grýlum
Sem hugsuð nú skulu helvítin fá að blæða,
Sem halda að þeir geti allt og viti hvað um er að ræða.
Þær blása á þá snjó og festa bílana fína
Svo fræknir björgunarmenn láta ljósin sín skína
Þeir æða af stað þó að sjá ekki út úr augum.
"Hvað þó að nokkrar kellíngar fari á taugum"
þeir komast þó áfram og ýta, draga og moka,
og einhvern veginn tekst þeim áfram að þoka,
Öllum til byggða ,svo skulu þeir vegunum loka,
Snjókomu grýlurnar eru með helvítis hroka.
Svo skánar veðrið öll él birtir upp um síðir,
Enn eftir situr þó uggur í mannanna hugum
Skyldi ´ann verða á sauðburði svona kaldur?
það væri nú gott að kukla og fara með galdur
Til þess að fönnina og frostið nái að þíða
Það væri best að kæmi sólskin og blíða.
Þá fæðast lömbin og hoppa og skoppa í haga
Hlýnandi veður og hér endar þessi saga.
Það er vorhret á glugga vindurinn hvín í gáttum,
Vesalings fuglarnir reyna víst veðrið að þreyja
þeir voru komnir hingað úr öllum áttum
kvakandi álftir og kríur tjaldar og lóa
þeir ætluðu að fara að byggja sér hreiður í móa
Svo liggja þeir frosnir sem hráviði um allt og deyja.
Mannfólkið skilur ekk´í þessum íllviðris fjanda
var ekki komið sumar hér norður til Stranda?
Jeppamenn sitja fastir á bílunum fínum
Því ferðaeðlið lætur ekki á sér standa.
Þeir gerðu ekki ráð fyrir gömlum snjókomu grýlum
Sem hugsuð nú skulu helvítin fá að blæða,
Sem halda að þeir geti allt og viti hvað um er að ræða.
Þær blása á þá snjó og festa bílana fína
Svo fræknir björgunarmenn láta ljósin sín skína
Þeir æða af stað þó að sjá ekki út úr augum.
"Hvað þó að nokkrar kellíngar fari á taugum"
þeir komast þó áfram og ýta, draga og moka,
og einhvern veginn tekst þeim áfram að þoka,
Öllum til byggða ,svo skulu þeir vegunum loka,
Snjókomu grýlurnar eru með helvítis hroka.
Svo skánar veðrið öll él birtir upp um síðir,
Enn eftir situr þó uggur í mannanna hugum
Skyldi ´ann verða á sauðburði svona kaldur?
það væri nú gott að kukla og fara með galdur
Til þess að fönnina og frostið nái að þíða
Það væri best að kæmi sólskin og blíða.
Þá fæðast lömbin og hoppa og skoppa í haga
Hlýnandi veður og hér endar þessi saga.
Af hverju finnst mér alltaf að það eigi að vera eitthvað sérstaklega skemmtilegt að gerast um helgar...Helgar eru oft einstaklega leiðinlegar...
Mér finnst líka að um helgar eigi maður ekki að sjá um það sjálfur að þær séu skemmtilegar hver ætti svosem annar að sjá um það ...Hvílíkt bull og rugl... og svo situr maður með tærnar upp í loftið og hangir yfir sjónvarpi einhverri hundleiðinlegri mynd sem maður hefur ekki minnsta vott af áhuga á... holy shit...Éti maður bara þann heilaga skít og drullist út í góða veðrið... Ekki láta einhverjar fokking helgar eyðileggja fyrir sér.... Það ætti alltaf að vera mánudagur... eða þriðjudagur enn betra.. Ég er samt ekki einu sinni viss um að ég meini þetta ... bull og rugl....
Handardruslan á mér er að lagast.
Mér finnst líka að um helgar eigi maður ekki að sjá um það sjálfur að þær séu skemmtilegar hver ætti svosem annar að sjá um það ...Hvílíkt bull og rugl... og svo situr maður með tærnar upp í loftið og hangir yfir sjónvarpi einhverri hundleiðinlegri mynd sem maður hefur ekki minnsta vott af áhuga á... holy shit...Éti maður bara þann heilaga skít og drullist út í góða veðrið... Ekki láta einhverjar fokking helgar eyðileggja fyrir sér.... Það ætti alltaf að vera mánudagur... eða þriðjudagur enn betra.. Ég er samt ekki einu sinni viss um að ég meini þetta ... bull og rugl....
Handardruslan á mér er að lagast.
laugardagur, janúar 24, 2004
Hægri hendin á mér er í rúst veit ekki hver andsk..hefur hlaupið í hana, er að fara að láta Pál lækni líta á hana, Ég held nú að honum finnist ég hálfgerð óhemja, Mig dreymdi Í nótt að ég var að tosast með Brynjóf heitinn á Broddadalsá í hjólastól..Draumabókin segir að nafnið Brynjólfur sé fyrir íllindum
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Við Maja fórum í gær og heimsóttum Söbbu og Kristínu litlu og hana Júlíönu Steinunni....Hún er nú aldeilis öflugt kríli... Æðisleg...Mér finnst að Sabba og Sverrir ættu að eignast heilan hóp af börnum..
Ekki náði ég í Jónu til að óska henni til hamingju, Reyni aftur í dag,,Það er komin mígandi hláka og hálka,ég fór út í morgun kl 8, og mokaði af tröppunum, svo er það hjólið kl 9. Vinnan kl 12 til 24... Svo verð ég verð að fara að vinna í sögunni til að senda Árdísi. og drífa í þessu.
Ég er ennþá efins í því hvort ég eigi að fara á þorrann. Ég ætti að spara, en þar á móti kemur að sú hreyfing sem maður fær við að fara á ball gæti komið til góða, spurning hvort maður fer of djúpt í sláturstunnuna. matarins vegna ætti að vera nóg að fara á Sævangsþorra. Best ef væri hægt að fara bara á ball. Ég veit ekki.. Lukka er að gera mig vitlausa ...Hún er snaróð...
Ég er ennþá efins í því hvort ég eigi að fara á þorrann. Ég ætti að spara, en þar á móti kemur að sú hreyfing sem maður fær við að fara á ball gæti komið til góða, spurning hvort maður fer of djúpt í sláturstunnuna. matarins vegna ætti að vera nóg að fara á Sævangsþorra. Best ef væri hægt að fara bara á ball. Ég veit ekki.. Lukka er að gera mig vitlausa ...Hún er snaróð...
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Það er kominn ný vika eina ferðina enn, gott veður o.s.frv. Eg fór út að labba með Maju í dag,
annars er ég húðlöt og vil helst liggja og lesa. Ég fór upp í bókasafn í morgun og er búin að lesa "Kaldaljós" og fara yfir" Séra Baldur" á hundavaði mér finnst að hún hefði getað verið betri.
mér finnst hún hundleiðinlega skrifuð.... Hina langar mig nú að sjá í bíó... það hefur einhver mokað snjóveggnum mínum í burtu sjálfsagt í góðri meiningu..andskotans helvíti... ég var að tala um það í dag að það yrði mokað fram hjá Víkurtúni 1 til 11, það hefur sennilega misskilist.en takk samt. Nú er ammælið hennar Jónu litlu á morgun...
annars er ég húðlöt og vil helst liggja og lesa. Ég fór upp í bókasafn í morgun og er búin að lesa "Kaldaljós" og fara yfir" Séra Baldur" á hundavaði mér finnst að hún hefði getað verið betri.
mér finnst hún hundleiðinlega skrifuð.... Hina langar mig nú að sjá í bíó... það hefur einhver mokað snjóveggnum mínum í burtu sjálfsagt í góðri meiningu..andskotans helvíti... ég var að tala um það í dag að það yrði mokað fram hjá Víkurtúni 1 til 11, það hefur sennilega misskilist.en takk samt. Nú er ammælið hennar Jónu litlu á morgun...
laugardagur, janúar 17, 2004
Næst á dagskránni er hafragrautur með kanil og eplum,, Fullkomin krás, eð það er kannske í fleirtölu fullkomnar kræsingar, nærri því eins og að fara á Gráa í túnfisk og ávaxtasafa, nema það vantar náttúrlega Árdísi og þjóðleikhúsið, það er nú í raun aðalatriðið við að fara á Gráa.
Ég ætla samt fyrst að gá hvort það hefur komið mikill snjór í nótt fyrir Undirheimadyrnar, (hljómar eins og hobbitahola)
Ég ætla samt fyrst að gá hvort það hefur komið mikill snjór í nótt fyrir Undirheimadyrnar, (hljómar eins og hobbitahola)
Það er kominn laugardagur og enn er svona ískaldur vetur, tilætlunarsemin er mjög óhófskennd , og hljóðar upp á minni snjó og minna frost og enga hálku og hægt að komast um allar trissur án þess að þurfa að hugsa um þetta,,, Mér finnst reyndar gaman að moka snjó með skóflu sérstaklega ef að veðrið er að batna,, svo kemur alltaf einhver sem segir: og það er yfirleitt notaður alveg sérlega smeðjuleg tóntegund í röddina :"Það er nú vetur" mjmjmj. og til að bæta gráu ofan á svart " Það er nú betra að það snjói núna" þvuh...Mér er spurn ef ekki hvenær ?'' kannske í sumar ? Ég horfði á íslenska Idolið í gærkvöldi hjá Hrafnhildi og Hadda,,
Mér fannst Jón Sigurðsson lang lang flottastur og söngurinn hans, Hin voru líka góð samt.
Jón Örn var ekki sammála og stóð með Kalla Bjarna. ojamm.
Við vorum að spila skákspilið Hrókinn og það er alveg ferlega skemmtilegt,
Egætla að fara og spila meira af því , það er ágætis æfing í skákinni.
Mér fannst Jón Sigurðsson lang lang flottastur og söngurinn hans, Hin voru líka góð samt.
Jón Örn var ekki sammála og stóð með Kalla Bjarna. ojamm.
Við vorum að spila skákspilið Hrókinn og það er alveg ferlega skemmtilegt,
Egætla að fara og spila meira af því , það er ágætis æfing í skákinni.
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Mér finnst ég andskotanum andlausari þessa dagana en vonandi lagast það með hækkandi sól.
Gott ráð fyrir sálina er að æða út í bylinn og moka snjó eins og vitleysingur...
Gott ráð fyrir sálina er að æða út í bylinn og moka snjó eins og vitleysingur...
Þá er búið að vera bylur í þrjá daga og nú finnst mér að það mætti alveg fara að stytta upp, Ég fór með Adda að sækja bílinn hans út að hesthúsi í dag og gat ekki á mér setið að reyna að fljóta niður Skeiðisbrekkuna , og þó að vodafonekagginn sé nú góður þá er hann ekki með sleða neðan á eins og gömlu voffarnir, og sat þarna pikkfastur, þar til honum var bókstaflega skúbbað niður skaflinn. púff púff.
Áhyggjur dagsins eru Hvað verður um Hólmadrang í þessu fárviðri stórlaxanna ?????
Ég er búin að hjóla 410 km á þrekhjóli og er komin langleiðina að Vík í Mýrdal en þangað eru 445 km frá Hólmavík. Meiningin er að fara hringferð um landið...Eins og skáldið sagði " sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast" Hvaða skáld sagði´þetta nú aftur ?? Páll Ólafsson???
Man það ekki.
Áhyggjur dagsins eru Hvað verður um Hólmadrang í þessu fárviðri stórlaxanna ?????
Ég er búin að hjóla 410 km á þrekhjóli og er komin langleiðina að Vík í Mýrdal en þangað eru 445 km frá Hólmavík. Meiningin er að fara hringferð um landið...Eins og skáldið sagði " sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast" Hvaða skáld sagði´þetta nú aftur ?? Páll Ólafsson???
Man það ekki.
sunnudagur, janúar 11, 2004
Ef ég væri hobbit væri nafnið mitt " Honeysuckle Burrows of Tuckborogh"
Ef ég væri álfur væri álfanafnið mitt: " Nátulcian Eledhwen"
Flott ekki satt??
Ef ég væri álfur væri álfanafnið mitt: " Nátulcian Eledhwen"
Flott ekki satt??
Vaknaði eldhress og til í tuskið Mig dreymdi undarlegan draum um veiðiferð og útilegu austur á Hvolsvöll,og íframhaldi af því um húsabætur í einhverri hlöðu???????''
Við Ester tókum aldeilis á því í gær..Ég ætlaði að fara út að Kirkjubóli á "Skúla " af því að hinn bíllinn var enn í viðgerð.
Við Hrófárbrúna Kom Ester stormandi á móti mér. Nú og ég labbaði með henni áfram til Hólmavíkur Og síðan sóttum við "Skúla" því þá var Vodafone kagginn kominn í lag...Duglegar...ÍHAAAAA !
Ester bauð mér síðan í kvöldmat. Fullt af æðislega góðu heilsufóðri sem við pökkuðum inn í einskonar pönnukökur og glommuðum í okkur.
Við Ester tókum aldeilis á því í gær..Ég ætlaði að fara út að Kirkjubóli á "Skúla " af því að hinn bíllinn var enn í viðgerð.
Við Hrófárbrúna Kom Ester stormandi á móti mér. Nú og ég labbaði með henni áfram til Hólmavíkur Og síðan sóttum við "Skúla" því þá var Vodafone kagginn kominn í lag...Duglegar...ÍHAAAAA !
Ester bauð mér síðan í kvöldmat. Fullt af æðislega góðu heilsufóðri sem við pökkuðum inn í einskonar pönnukökur og glommuðum í okkur.
laugardagur, janúar 10, 2004
Ég horfði a Hringadróttinssögu tvö í gær og eitt í fyrradag, þær eru svakalegar.
Á fimmtudagskvöldið fórum við María Lovísa á bókasafnskvöld, þar sem Dagrún dóttir Kidda frænda og Bryndísar las uppáhaldsljóðið sitt, Ég las Áfanga Jóns Helgasonar og Ólafur Ingimundarson kynnti 10 uppáhaldsbækur sínar , Það var fullt af fólki og mjög gaman,
Það verður spennandi að vita hvað verður í næsta mánuði. Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast hér á Hólmavík. hvað ætli verði næst?, það er búið að auglýsa spurningakeppnina og hún byrjar í febrúar.Svo er þorrablót 30 jan, og vínsmökkunarkvöld hjá Matta í Laugarhóli 17.jan.....Jóna og Jonni eru að fara í hálfan mánuð til Svíþjóðar í ammælisferð sem Jóna fékk frá börnunum sínum. Það verður skrítið að hafa þau ekki heima. En ammælisbarnið verður nú með síma svo það verður hægt að gefa henni fréttir að heiman.
Á fimmtudagskvöldið fórum við María Lovísa á bókasafnskvöld, þar sem Dagrún dóttir Kidda frænda og Bryndísar las uppáhaldsljóðið sitt, Ég las Áfanga Jóns Helgasonar og Ólafur Ingimundarson kynnti 10 uppáhaldsbækur sínar , Það var fullt af fólki og mjög gaman,
Það verður spennandi að vita hvað verður í næsta mánuði. Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast hér á Hólmavík. hvað ætli verði næst?, það er búið að auglýsa spurningakeppnina og hún byrjar í febrúar.Svo er þorrablót 30 jan, og vínsmökkunarkvöld hjá Matta í Laugarhóli 17.jan.....Jóna og Jonni eru að fara í hálfan mánuð til Svíþjóðar í ammælisferð sem Jóna fékk frá börnunum sínum. Það verður skrítið að hafa þau ekki heima. En ammælisbarnið verður nú með síma svo það verður hægt að gefa henni fréttir að heiman.
Þá er ég nú komin í helgarfrí, "Vodafonekagginn" er í skveringu það er verið að skipta um tímareim, sem Gimsi ráðlagði mér að setja þegar ég keypti kaggann fyrir þremur árum og skipt er um pakkdósir í leiðinni á sveifarás og knastás. Ég er á" Skúla" sem hjálpsamir nágrannar mínir eiga. "Skúli er með dynti við mig og ég er tvisvar búin að gera hann rafmagnslausan.
Það er eins og það ætli aldrei að verða bjart í dag, það er orðið mikið til autt, best að nota tækifærið og rölta eitthvað í dag, ef það verður rólegt veður,
Það er eins og það ætli aldrei að verða bjart í dag, það er orðið mikið til autt, best að nota tækifærið og rölta eitthvað í dag, ef það verður rólegt veður,
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Nú er árið komið í gang allir komnir í vinnu og ég byrjaði í gær, fyrsti dagur eftir áramót með Maríu Lovísu. þrjár tólf tíma vaktir fyrir helgi og þrjár í næstu viku, núna er ég frá tólf á hádegi til tólf á miðnættiþ Það er slæm veðurspá og Steingrímsfjarðarheiði ófær víða fljúgandi hált,
það er ekkert meir að segja um það,það er trúlega stórstreymt. andlaust blogg þetta, best að skella sér í að lesa bloggin hinna.
það er ekkert meir að segja um það,það er trúlega stórstreymt. andlaust blogg þetta, best að skella sér í að lesa bloggin hinna.
mánudagur, janúar 05, 2004
Og ennþá gerast ævintýri. Allt í einu var hægt að slökkva á tölvunni á eðlilegan hátt, það hefur ekki verið hægt í heila viku. Dagurinn hefur farið í nánast ekki neitt, gott að vakna við hamarshögg í morgun semsagt eðlilegur vinnudagur runninn upp, þetta reyndust vera Grundarásmenn að ná þakinu af gömlu verksmiðjunni. Þeir ætla að setja á hana nýtt þak. Flott að gera svona umbætur hér í neðra, það verður prýðilegt að sjá verksmiðjuna fína.
Nei nú er mér nóg boðið tölvan mín er alveg óheyrilega lengi að öllu hún sem hefur alltaf verið svo fljót, það líður að því að hún verði send í straff og skveringu,...einmitt nú þegar maður fer að einbeita sér að allskyns skriftum (það er ekki samt meiningin að ég ætli að fara að skrifta á blogginu).
Og Sigurður í Fjarðarhorni hinu stóra búinn að hringja í mig og býður tölvuvæddum sveitungum uppá ókeypis námskeið, Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og datt í hug hvort hann ætlaði líka að kosta mig í nám í hagnýtum orgelleik, en það er víst ekki á dagskrá.
Ég viðraði það nú við hann, samkvæmt þessu sem gerist stundum þegar einhver réttir fingur að öll hendin sé samstundis gleypt, hvort ég fengi ekki nýja tölvu líka, en sú frekja bar eðlilega ekki árangur. Nú þarf ég bara að vita hvenær námskeiðið á að byrja!!!!
Ég sagði Guðjóni frænda frá þessu og hann var mjög spenntur fyrir þessu, netfangið hans er: mvgj@binet.is
Og Sigurður í Fjarðarhorni hinu stóra búinn að hringja í mig og býður tölvuvæddum sveitungum uppá ókeypis námskeið, Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og datt í hug hvort hann ætlaði líka að kosta mig í nám í hagnýtum orgelleik, en það er víst ekki á dagskrá.
Ég viðraði það nú við hann, samkvæmt þessu sem gerist stundum þegar einhver réttir fingur að öll hendin sé samstundis gleypt, hvort ég fengi ekki nýja tölvu líka, en sú frekja bar eðlilega ekki árangur. Nú þarf ég bara að vita hvenær námskeiðið á að byrja!!!!
Ég sagði Guðjóni frænda frá þessu og hann var mjög spenntur fyrir þessu, netfangið hans er: mvgj@binet.is
sunnudagur, janúar 04, 2004
Búin að fara í tvö afmæli í dag annað hjá Ágústu Höllu þriggja. og hitt hjá herra Sigfúsi Snævari
Og er þar með lokið veisluhöldum í bili Held ég. Simma og Dísu og Hrafnhildi og Hadda , Jóni Erni og Tómasi gekk vel suður og þÁ er gamla konan á Hófðagötu 7 fegim því það´er bévítans hálka, allavega hér í kring. ég ætla að fara að horfa á nýjársnæturmyndina og skaupið. bless í bili...
Og er þar með lokið veisluhöldum í bili Held ég. Simma og Dísu og Hrafnhildi og Hadda , Jóni Erni og Tómasi gekk vel suður og þÁ er gamla konan á Hófðagötu 7 fegim því það´er bévítans hálka, allavega hér í kring. ég ætla að fara að horfa á nýjársnæturmyndina og skaupið. bless í bili...
laugardagur, janúar 03, 2004
Nú hætti vodafone kagginn allt í einu að hlaða og þrátt fyrir að hert væri á viftureiminni og bankað í alternatorinn vill hann ekki hlaða svo nú verður hann að fará í viðgerð. Það er annar alternator í "guðfinni " svo það verður bara skipt um..
Skrítið að vakna á þessum laugardagsmorgni og til að gera eitthvað fór ég út og rölti nokkra hringi því veðrið er aalveg meiriháttar gott. logn og blíða.. ég veit einhvernvegin ekki hvað ég á að taka mér fyrir hendur annað en að lesa bækur og hlusta á útvarpið , eitthvert eirðarlaust aðgerðarleysi eftir jólahaldið, en það hlýtur nú að örla á einhverju framkvæmdastuði senn hvað líður. Kannske rfja upp eftirminnilegustu atburði liðins árs -- og þó--
föstudagur, janúar 02, 2004
Stúlkurnar mínar komust í Reykjavík um þrjúleytið í nótt... eldhressar, sáu einhvern svo svakalega sætan strák í Borgarnesi, á næturvakt í útkallsþjónustu, rifumst um það hvor þeirra hefði séð hann fyrst. Hvað ætli þær hafi svo gert ??? spurning það.
Við Jóna forum upp í Steinó og sóttum vídeóið mitt. Hittum svo Simma og Dísu á Kirkjubóli í inneftirleið og Sigfús Snævar fékk afmælisgjöfina sína.
Klukkan er bara sjö og ég er orðin syfjuð, ekki má ég fara að sofa núna,, eða hvað?
Fröken Lukka er alveg út í hött svona á nýju ári, Algjör rugludolla sem þessi manneskja er að verða, Ég er stórhneyksluð á henni.
Best að fara að hitta einhvert fólk með viti. Skák og mát. Arnór mátaði mig í gær Jón þurfti endilega að hjálpa honum þegar verst gegndi.
Ég ætla að skipuleggja og gera áætlanir eldsnemma í fyrramálið. fara síðan eftir þeim allavega næstu dagana. Einn dag í einu segja alkarnir.
Við Jóna forum upp í Steinó og sóttum vídeóið mitt. Hittum svo Simma og Dísu á Kirkjubóli í inneftirleið og Sigfús Snævar fékk afmælisgjöfina sína.
Klukkan er bara sjö og ég er orðin syfjuð, ekki má ég fara að sofa núna,, eða hvað?
Fröken Lukka er alveg út í hött svona á nýju ári, Algjör rugludolla sem þessi manneskja er að verða, Ég er stórhneyksluð á henni.
Best að fara að hitta einhvert fólk með viti. Skák og mát. Arnór mátaði mig í gær Jón þurfti endilega að hjálpa honum þegar verst gegndi.
Ég ætla að skipuleggja og gera áætlanir eldsnemma í fyrramálið. fara síðan eftir þeim allavega næstu dagana. Einn dag í einu segja alkarnir.
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Ég var að huxa um að gera fleiri áramótaheit, til dæmis að klára að lesa Hobbitinn og biblíuna. mér finnst ferlega hallærislegt að hafa ekki þrælast í gegn um hana, þ.e. Biblíuna. og mér gengur ekki vel með Hobbit heldur.en nú skal það í gegn. Ég veit reyndar ekki alveg hvað ég er að koma mér í því ég hef reynt. og fannst biblían alveg hundleiðinleg, og hobbitinn líka. Jón og fleiri eiga engin orð til yfir því hvað hobbit er skemmtilegur en ég hef engan hitt sem finnst biblían skemmtileg... Svo á ég eftir að lesa Séra Baldur, en núna er ég með bókina Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. Hún er smáskrítin en skemmtileg. Stelpurnar mínar eru komnar inn í Hrútafjörð, inn fyrir Guðlaugsvík , keyra á fjörutíu og eru búnar að vera tvo tíma þangað. Duglegar....
Duglegheitin fóru ekki vel því ég fór úr brennufötunum og í slopp ofsa hugguleg og slengdi mér niður í stól fyrir framan tívíið og steinsofnaði.. Já já vaknaði þar í keng um sexleytið og drullaðist í rúmið...... En..vaknaði eldhress á nýjársdagsmorgunn mokaði snjó af tröppunum og gerði göngubrautir í garðinum, dró síðan íslenzka fánann upp með viðhöfn í fyrsta skipti, logandi hrædd um að ég gerði það ekki rétt eða eitthvað, hann myndi losna á miðri leið eða dragast niður eitthvað sem stendur í reglunum sem má ekki gera..púff..púff..
Síðan æddi ég út um allt og tók myndir.. fór svo til Hrafnhildar í kjúklingabein í hádegismat.
Svo í heimsókn til Ragnheiðar og Lýðs. og síðan datt mér í hug að gera eitthvað óvenjulegt á þessum fyrsta degi ársins,, svo ég rölti út að Kirkjubóli og var komin þangað um kl sex.. fór svo með Ester og Jóni í afmælisveisluna hans Jóns Arnar.. allir komu þangað og var mikið flott borðhald að vanda, spjallað og spilað,, Simmi og Dísa og Gústi komu ofan úr Dal. .
Victor RúnaStína og AnnaLena, afi Nonni og amma Stebba og allir hinir.
Árdís og HannaSigga fóru síðan af stað suður. Vonandi að þeim gangi nú vel.. Þær eru að minnstakosti komnar yfir Ennisháls. Nú ætla ég að fara með bók í rúmið efti þennan ágæta Nýjársdag.
Síðan æddi ég út um allt og tók myndir.. fór svo til Hrafnhildar í kjúklingabein í hádegismat.
Svo í heimsókn til Ragnheiðar og Lýðs. og síðan datt mér í hug að gera eitthvað óvenjulegt á þessum fyrsta degi ársins,, svo ég rölti út að Kirkjubóli og var komin þangað um kl sex.. fór svo með Ester og Jóni í afmælisveisluna hans Jóns Arnar.. allir komu þangað og var mikið flott borðhald að vanda, spjallað og spilað,, Simmi og Dísa og Gústi komu ofan úr Dal. .
Victor RúnaStína og AnnaLena, afi Nonni og amma Stebba og allir hinir.
Árdís og HannaSigga fóru síðan af stað suður. Vonandi að þeim gangi nú vel.. Þær eru að minnstakosti komnar yfir Ennisháls. Nú ætla ég að fara með bók í rúmið efti þennan ágæta Nýjársdag.
Nú árið er liðið í aaaldaanna skaaut oog aalldreei þþaþ kemurr till baaga. og það er fjör og það er fjör og það er fjör hérna á Höfðagötunni.... Gleðilegt nýjár öll elskuleg og mange mange takk fyrir árið 2003. Já þetta síðasta ár var svo sannarlega óvenjulegt á margan hátt,
Áramótaheitið mitt er að safna ekki smáskuldum í kauffélaginu. og skal ég hundur heita ef það stendur ekki.. Brennan og maturinn var stórgott og skaupið og áramótin eftir því.of nýja árið það sem af er ,,nú er klukkan að verða þrjú.. Ég er að huxa um að fara úr þessum brennufötum og horfa síðan á sjónvarpið.....dugleg..
Áramótaheitið mitt er að safna ekki smáskuldum í kauffélaginu. og skal ég hundur heita ef það stendur ekki.. Brennan og maturinn var stórgott og skaupið og áramótin eftir því.of nýja árið það sem af er ,,nú er klukkan að verða þrjú.. Ég er að huxa um að fara úr þessum brennufötum og horfa síðan á sjónvarpið.....dugleg..