Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, janúar 02, 2004

Stúlkurnar mínar komust í Reykjavík um þrjúleytið í nótt... eldhressar, sáu einhvern svo svakalega sætan strák í Borgarnesi, á næturvakt í útkallsþjónustu, rifumst um það hvor þeirra hefði séð hann fyrst. Hvað ætli þær hafi svo gert ??? spurning það.
Við Jóna forum upp í Steinó og sóttum vídeóið mitt. Hittum svo Simma og Dísu á Kirkjubóli í inneftirleið og Sigfús Snævar fékk afmælisgjöfina sína.
Klukkan er bara sjö og ég er orðin syfjuð, ekki má ég fara að sofa núna,, eða hvað?
Fröken Lukka er alveg út í hött svona á nýju ári, Algjör rugludolla sem þessi manneskja er að verða, Ég er stórhneyksluð á henni.
Best að fara að hitta einhvert fólk með viti. Skák og mát. Arnór mátaði mig í gær Jón þurfti endilega að hjálpa honum þegar verst gegndi.
Ég ætla að skipuleggja og gera áætlanir eldsnemma í fyrramálið. fara síðan eftir þeim allavega næstu dagana. Einn dag í einu segja alkarnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home