Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Þá er búið að vera bylur í þrjá daga og nú finnst mér að það mætti alveg fara að stytta upp, Ég fór með Adda að sækja bílinn hans út að hesthúsi í dag og gat ekki á mér setið að reyna að fljóta niður Skeiðisbrekkuna , og þó að vodafonekagginn sé nú góður þá er hann ekki með sleða neðan á eins og gömlu voffarnir, og sat þarna pikkfastur, þar til honum var bókstaflega skúbbað niður skaflinn. púff púff.
Áhyggjur dagsins eru Hvað verður um Hólmadrang í þessu fárviðri stórlaxanna ?????
Ég er búin að hjóla 410 km á þrekhjóli og er komin langleiðina að Vík í Mýrdal en þangað eru 445 km frá Hólmavík. Meiningin er að fara hringferð um landið...Eins og skáldið sagði " sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast" Hvaða skáld sagði´þetta nú aftur ?? Páll Ólafsson???
Man það ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home