Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Duglegheitin fóru ekki vel því ég fór úr brennufötunum og í slopp ofsa hugguleg og slengdi mér niður í stól fyrir framan tívíið og steinsofnaði.. Já já vaknaði þar í keng um sexleytið og drullaðist í rúmið...... En..vaknaði eldhress á nýjársdagsmorgunn mokaði snjó af tröppunum og gerði göngubrautir í garðinum, dró síðan íslenzka fánann upp með viðhöfn í fyrsta skipti, logandi hrædd um að ég gerði það ekki rétt eða eitthvað, hann myndi losna á miðri leið eða dragast niður eitthvað sem stendur í reglunum sem má ekki gera..púff..púff..
Síðan æddi ég út um allt og tók myndir.. fór svo til Hrafnhildar í kjúklingabein í hádegismat.
Svo í heimsókn til Ragnheiðar og Lýðs. og síðan datt mér í hug að gera eitthvað óvenjulegt á þessum fyrsta degi ársins,, svo ég rölti út að Kirkjubóli og var komin þangað um kl sex.. fór svo með Ester og Jóni í afmælisveisluna hans Jóns Arnar.. allir komu þangað og var mikið flott borðhald að vanda, spjallað og spilað,, Simmi og Dísa og Gústi komu ofan úr Dal. .
Victor RúnaStína og AnnaLena, afi Nonni og amma Stebba og allir hinir.
Árdís og HannaSigga fóru síðan af stað suður. Vonandi að þeim gangi nú vel.. Þær eru að minnstakosti komnar yfir Ennisháls. Nú ætla ég að fara með bók í rúmið efti þennan ágæta Nýjársdag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home