Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Ég var að huxa um að gera fleiri áramótaheit, til dæmis að klára að lesa Hobbitinn og biblíuna. mér finnst ferlega hallærislegt að hafa ekki þrælast í gegn um hana, þ.e. Biblíuna. og mér gengur ekki vel með Hobbit heldur.en nú skal það í gegn. Ég veit reyndar ekki alveg hvað ég er að koma mér í því ég hef reynt. og fannst biblían alveg hundleiðinleg, og hobbitinn líka. Jón og fleiri eiga engin orð til yfir því hvað hobbit er skemmtilegur en ég hef engan hitt sem finnst biblían skemmtileg... Svo á ég eftir að lesa Séra Baldur, en núna er ég með bókina Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. Hún er smáskrítin en skemmtileg. Stelpurnar mínar eru komnar inn í Hrútafjörð, inn fyrir Guðlaugsvík , keyra á fjörutíu og eru búnar að vera tvo tíma þangað. Duglegar....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home