Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, janúar 10, 2004

Ég horfði a Hringadróttinssögu tvö í gær og eitt í fyrradag, þær eru svakalegar.
Á fimmtudagskvöldið fórum við María Lovísa á bókasafnskvöld, þar sem Dagrún dóttir Kidda frænda og Bryndísar las uppáhaldsljóðið sitt, Ég las Áfanga Jóns Helgasonar og Ólafur Ingimundarson kynnti 10 uppáhaldsbækur sínar , Það var fullt af fólki og mjög gaman,
Það verður spennandi að vita hvað verður í næsta mánuði. Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast hér á Hólmavík. hvað ætli verði næst?, það er búið að auglýsa spurningakeppnina og hún byrjar í febrúar.Svo er þorrablót 30 jan, og vínsmökkunarkvöld hjá Matta í Laugarhóli 17.jan.....Jóna og Jonni eru að fara í hálfan mánuð til Svíþjóðar í ammælisferð sem Jóna fékk frá börnunum sínum. Það verður skrítið að hafa þau ekki heima. En ammælisbarnið verður nú með síma svo það verður hægt að gefa henni fréttir að heiman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home