Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Fann ég ekki nema annað kvæði frá sama tíma og skelli því bar hér líka. Það er líka af neikvæðu blaðsíðunum mínum. Drama.

Ég heyrði einn morgunn svo fallegan fuglasöng,
fyrir utan gluggann minn úti í garði,
Ég leit út og sá hvar sat þar einn þröstur smár
á þrastakonuna ástföngnum augum starði.
Ég hlustaði þarna á sönginn, svo blítt þeirra kvæði
Hann söng það til hennar og ástin gagntók þau bæði
Þá kom eins og elding, sem leiftur um lognværa nótt.
Lítill kattarskratti - svartur - og át þau bæði.

Og eftir það fannst mér veröldin vond og tóm
ég væflaðist um og nennti ekkert að gera
mér fannst ég heyra einhvern flauta með fölskum róm
svo frámunalega illa í hlustir mínar að skera.
Sólskinið hvarf og svo komu rigningarský
Svartur heimur og allir éta hvern annan
Ég fór oní skjóðu og sótti öxi þar í
Fór út í garðinn, hjó henni í köttinn og drap´ann.

Haldiði að það sé nú.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home