Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Set hér eitt lítið viðbjóðslegt ljóð um vorið, sem ég orti á sumardaginn fyrsta 2002.

Það er vorhret á glugga vindurinn hvín í gáttum,
Vesalings fuglarnir reyna víst veðrið að þreyja
þeir voru komnir hingað úr öllum áttum
kvakandi álftir og kríur tjaldar og lóa
þeir ætluðu að fara að byggja sér hreiður í móa
Svo liggja þeir frosnir sem hráviði um allt og deyja.

Mannfólkið skilur ekk´í þessum íllviðris fjanda
var ekki komið sumar hér norður til Stranda?
Jeppamenn sitja fastir á bílunum fínum
Því ferðaeðlið lætur ekki á sér standa.
Þeir gerðu ekki ráð fyrir gömlum snjókomu grýlum
Sem hugsuð nú skulu helvítin fá að blæða,
Sem halda að þeir geti allt og viti hvað um er að ræða.

Þær blása á þá snjó og festa bílana fína
Svo fræknir björgunarmenn láta ljósin sín skína
Þeir æða af stað þó að sjá ekki út úr augum.
"Hvað þó að nokkrar kellíngar fari á taugum"
þeir komast þó áfram og ýta, draga og moka,
og einhvern veginn tekst þeim áfram að þoka,
Öllum til byggða ,svo skulu þeir vegunum loka,
Snjókomu grýlurnar eru með helvítis hroka.

Svo skánar veðrið öll él birtir upp um síðir,
Enn eftir situr þó uggur í mannanna hugum
Skyldi ´ann verða á sauðburði svona kaldur?
það væri nú gott að kukla og fara með galdur
Til þess að fönnina og frostið nái að þíða
Það væri best að kæmi sólskin og blíða.
Þá fæðast lömbin og hoppa og skoppa í haga
Hlýnandi veður og hér endar þessi saga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home