Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 31, 2003

Það er síðasti dagur ársins 2003 Það hefur verið gaman á þessu ári. Gaman í vinnunni gaman utan vinnunnar , bara þrælgaman.. Jólin eru búin að vera alveg afskaplega notaleg, matur og spjall og gríðarlega frábærir vinnudagar með HönnuSiggu og Árdísi hér á Höfðagötunni.Það gerðist ýmisleg upplyfting fyrir gamla húsið sem hefur lengi þurft. Þökk sé þeim. Heima í Steinó á jóladag komu allar fjölskyldurnar okkar í mat og spjall og spil.. Gaman það. Og nú er afmælið hennar nöfnu litlu í dag og fyrirhuguð árleg húsgagnabrenna heima í St.Johns. Hjá slektinu.
Ég spila fyrst á brennunni hér á Hólmavík, á bílpalli, á harmonikku, Æði svo heim að raða í mig mat og skjóta flugeldum...
Það gerðist hér í fyrradag að tölvan mín gaf upp öndina að því er virtist endanlega. og vakti það mikla skelfingu meðal okkar HönnuSiggu. Ekkert virtist vera hægt að gera.Ég hringdi í sérfræðing hjá snerpu sem ráðlagði mér að henda tölvunni. (smá lygi ) en hann sagði að hún væri greinilega hrunin (leiðinda orð) , svo kom Jón hér í morgun og gerði eitthvað eyddi vírusum og eyddi líka vírusvarnarforritinu líka (það fannst Lukku fyndið )...en hann fann það nú aftur og nú virðist vera í lagi nema það eru einhverjar gljúfraklifurmyndir sem ekki er hægt að eyða.. Þar liggur náttúrlega helvítis hundurinn grafinn...
Við Hanna sigga keyptum tvo gosstauka til að kveikja í í kvöld.. Til að vera eins og hinir....
Lukka vildi það endilega..

sunnudagur, desember 28, 2003

27.des þriðji í jólum Við HannaSigga vorum að spila Með Jóni og Ester í gærkvöldi langt fram á nótt spiluðum Gettu betur og vist og lygi..Það var nú hressandi, fórum síðan í Steinó og komum svo hingað eftir hádegið.. Þetta er dásamlegt hangs ..Lesa, horfa á sjónvarpið..liggja í baði með uppáhalds ilminum mínum sem ég fékk í jólagjöf frá Hildi og Adda.. Kertaljós, heimsækja krakkana, moka tröppurnar, heimsækja mömmu og Jón og Ellu , Blogga...dásamlegt.
Þakka ykkur öllum fyrir allar gjafirnar kortin og alla litlu persónulegu hlutina sem gera lífið skemmtilegt.
Annar í jólum. ÉG fór í HÓlmavík kl átta og í Ræktina frá níu til tíu. hjólaði 17. km í 40 mínútur , það var reglulega hressandi. borðaði morgunmat hafragraut með eplum og rúsínum og kanelsykri. Fór svo um hádegið að huga að tónleikum dagsins. Það var jólatrésskemmtunin..Stóra jólaballið.. og tveir þriðju af hljómsveitinni grunntónn ,þ.e. Ég og Bjarni Ómar mættum kl eitt Æfðum og Spiluðum svo kl tvö til fjögur. vel heppnað og við fengum hrós fyrir frammistöðuna. Ég þekkti ekki einn jólasveininn Held það hafi verið þvörusleikir.
Jóla stórfjölskyldudagur Allir komu og allt gekk vel ég fór eldsnemma á fætur og bjó til desert í risastóra skál og sneiddi niður hangikjöt Hannasigga hjálpaði mér og bjó til síldarsalat Svo setti ég steikina í ofninn og þegar allt var tilbúið þá fór ég í kirkju á Kollafjarðarnesi,,,,Það var gott... og gaman að syngja og hitta fólkið.
Þegar heim var komið voru allir komnir og þaá var lagt á borð og snæddu allir jólamatinn af bestu lyst. Svo var spilað og skrafað.
Aðfangdagur og Árdís Bangsi Jónsson og HarpaHlín eru á leiðinni úr Höfuðborginni heim á Galdrastrandir. Ég fann gamlan dreka sem ég átti og málaði hann og festi á skökku hurðina niðri, og nú þarf að yfirvinna drekann til að komast inn, það getur nú p orðið strembið því þetta eru í raun tveir drekar sem bíta í halana á sér. Og hurðin hallast meir og meir.
Árdís og Bangsi og Harpa eru komin og Gekk vel eins og sést í Árdísarbloggi. Nú förum við heim í Steinó og borðum Hangikjöt og skoðum jólagjafirnar okkar.
Ég gleymdi að segja frá því að 18.des þa spilaði ég á litlu jólunum í leikskólanum . Það komu jólasveinar og það fór næstum enginn að grenja.
Það er þorláksmessa og ég borðaði skötu hjá ömmu Stebbu. Það er allt að verða sallafínt hér á höfðagötu 7. Hannasigga keyrir út jólagjafapakka og bíllinn er að fyllast af jólagjöfum til okkar. frá elsku fólkinu mínu...Það er svo gaman að þessu stússi
22.Des og Hanzka er hér eins og her af hvítum ajax stormsveipum með regnbogatryllitækið að útrýma ryki og skít úr öllum hornum, veggjum, gólfum, gluggum og skápum..Ég skrifa á jólakort og mála myndir tvær sem verða væntanlega jólagjafir, vonandi tekst það....
Og það tókst Á aðfangadag eftir hádegi kláraðist sú seinni..gaman gaman. Hún fór til Svönu og Nonna , Hin til Adda og Hildar. ég er mjög ánægð með þær báðar.
Sunnudagsmorgunn 21.des byrjaði með því að ég og Hanzka ásamt Árdísi fórum í morgunkaffi á Gráa, svo fórum við í blómaval og fórum með jólagjafirnar tið Ásgeirs og Sveinfríðar. fengum góðar jólaóskir og knús, og fórum síðan í kolaportið þar sem ég keypti flatkökur og HAnnasigga keypti hákarl fyrir föður sinn. ÞAr næst fórum við í kaffi til Helgu og Hjartar og það var nú aldeilis gaman. síðan þeystum við á stað norður.
Heim á Höfðagötu vorum við komnar kl tíu efti að hafa stoppað á Kirkjubóli og í Steinó.
Þá er ég nú loksins komin að blogga , það hefur verið svo svakalegt annríki síðan nítjánda des að ég hef bara ekki getað bloggað neitt, það er nú samt ekki af hljómsveitarstofnuninni, heldur fór ég suður,,,aldrei fór það svo að ég færi ekki suður, en oft hef ég nú farið snöggar ferðir, þessi var ekki löng en ég kom ótrúlega miklu í verk og það var nú gaman,
það var dálítið erfitt að yfirgefa gólfið í Undirheimunum en ég huggaði mig við að það yrði ekki lengi. Ég fór ekki í kringluna en byrjaði að versla í Borgarnesi á leiðinni suður hehe.
Tómas minn fór með mér og ég vað komin á Rauðarárstíginn kl þrjú, og þar tóku Guðrún og Hjalli við honum.
Við Hannasigga þyrluðumst síðan í búðir alveg á Hundrað og fórum svo til Simma og Dísu, Gamli FH vodafone kagginn var í þrumustuði.

föstudagur, desember 19, 2003

ÍHAAAAAA Ég er komin í hljómsveit!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hún var stofnuð í gær,,,æfði í gær og spilaði á jólaballi ´skólans í dag,, Ég hef aldrei verið í hljómsveit fyrr..bandið heitir "GRUNNTÓNN" og samanstendur af Bjarna og Stefaníu tónlistarkennurum við skólann,, Kristjáni aðstoðarskólastjóra og mér...Föngulegt lið...Bjarni spilaði á trommunum og söng, Kristján á gítar og söng, Stefanía á píanó og ég á harmonikku.
Þetta var alveg meiriháttar gaman og tókst vel...
Ég er að fara suður í fyrramálið og ætla að koma aftur á sunnudaginn og Hannasigga með mér..Það snjóar grimmt í augnablikinu ekki líst mér á það en spáin er þokkaleg. Tómas minn fer með mér.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Svakalegt.. eftir þetta skemmtilega og árangursríka framkvæmdakvöld.fór ég að sofa og dreymdi þvílíkt af skít..ekki samt heima hjá mér heldur á einhverjum ókunnugum stað... það er í annað skiptið á þessu ári sem mig dreymir svona skít.. og ef þetta er ekki fyrir gróða þá fer ég nú að hafa áhyggjur af andlegu heilsufari mínu ..skyldi ég vera svona mikill kúkur í eðli mínu..
( skítlegt) oj hugsið ykkur yfirfull klósett og ég að berjast við að þrífa óþverrann......
skyldi þetta vera í sambandi við spádóm sem Helga Rós spáði fyrir mér....

mánudagur, desember 15, 2003

Það er ekki ofsögum sagt þetta með að mánudagar séu bestir hér á Höfðagötu 7, nú að loknum gæða kvöldverði hjá Möggu eru smiðirnir mínir orðnir tveir og það er líf og fjör á gólfinu í ganginum mínum, þeir eru nú reyndar núna farnir til síns heima, en allt hér hefur tekið þvílíkum stakkaskiftum að undrum sætir. og er þó eftir að reka smiðshöggið á aðgerðina. það er nú ekki hægt að fá allt í einu , en ég get þó minnsta kosti sofið í rúminu mínu í nótt. og svo kemst maður í æfingu í að stökkva milli herbergja í staðinn fyrir að ganga á venjulegan hátt. ég get ekki lýst því hvað ég er kát yfir þessum framförum. og set hvert metið í stökki öðru betra.
Það er mikið um að vera hérna á ganggólfinu hjá mér það er sem mig hefur dreymt um lengi. SEMSAGT smiður að skrúfast hér fram og aftur með sög, töfraspaða, hamar, sporjárn og fleiri góða gripi. Guðjón Fr. er að undirbúa flísalögn . og þar með verð ég komin í heldri manna tölu Sko það eru að mínu mati litlu persónulegu smáatriðin sem skipta máli í lífinu, og það er enginn hörgull á þeim.
Ég hefði nú viljað vera í innkaupaferð með Árdísi og Hönnu Siggu í gær En það tjáir ekki að fást um það.
MÁnudagur jibbí..alltaf eru þeir bestir..
Fór að hjóla og uppgötvaði glæsilegan árangur í
stórverkefni nútímans ( hljómar eins og "kúabóndi framtíðarinnar,,) Ég er alltaf að slá lítil og persónuleg einkamet..
Ég er annars alveg með svakalega fallegt lag á heilanum. You belong to me,, það er eldgamalt lag sem er á nýjum diski með Bo Hall. diskurinn heitir Dúett og mér þætti ekki verra að fá hann í jólagjöf....Nærri því eins flott og Blue Cristmas....
Sem er búið að vera toppurinn gegn um árin..
Áfram með smjörið--tóbak í nefið--pipar í nös og púður í rass.. Það var sunnudagurinn .að er að segja restin af honum..Hikk hikk..Æðislegur kvöldverður hjá heiðurshjónunum í Víkurtúni 15.
og eðalvín með matnum. trallala. heim og snemma að sofa...

sunnudagur, desember 14, 2003

Já hér þarf ég að koma að smá útúrdúr frá dagskránni.
Ég eignaðist nefnilega viðlegubúnað í fyrradag..
Það gerðist þannig að Addi minn kom hingað og Gaf mér Tjald, svefnpoka (sem maður getur sofið í í 16 stiga frosti). stórt teppi. sem ég get breitt á jörðina fyrir utan tjaldið, og setið og borðað matinn minn..þegar ég fer í útilegu, og himinsæng sem ég mun festa upp í tjaldinu . Nú er það alkunnugt að ég get alls ekki beðið með að gera eitthvað spennandi..Enda fædd í hrútsmerkinu..OG nú er ég að huxa um að sofa í tjaldi á jólanóttina er þetta ekki frábærasta hugmynd sem nokkur í fjölskyldunni minni hefur fengið....ÍHAAAAAAAA
Jólakveðja LUKKA
Einn sunnudagur í lífi mínu: Ég vaknaði kl 7 og nennti ekki að fara að lesa, svo ég fór á fætur og hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi.. og núna kl hálf ellefu er ég búin að búa til þrjátíu og fimm jólapakka og er næstum búin ...DUGLEG..svo er ég buin að taka pínulítið til. í leiðinni því maður verður nú að standa aðeins upp og hreyfa sig..MORGUNLEIKFIMI.. hrrmfff.ÉG er svo búin að fá mér morgunmat sem var gróft kornflex rúsínur og létt AB mjólk.
Svo er ég að glugga í alveg bráðskemmtilega bók. Hún er svo skemmtileg að mínu mati að ég get hlegið hér ein..rek upp hlátursrokur eins og vitfirringur...
Nú þarf ég að finna einhvern sem ég treysti til að hafa svipaðan húmor fyrir þessu hlátursefni, og sá eða sú skal fá bók þessa í jólagjöf.
næst eru jólakorta skrif og skal nú vaðið í þau.......

laugardagur, desember 13, 2003

Hér sit ég og er búin að búa til heilan helling af litlum jólapökkum, það væri nú gaman ef Hannasigga væri komin, og
Nú er ég að fara að elda mér hafragraut með eplum í hádegismatinn
Stór dagur hjá Árdísi minni. Það er bylur og ég fór í morgun og hengdi upp tuttugu ljós á sólpallinum mínum til að halda upp á það að ég kemst í kuldagallann minn, nú verður mér aldrei kalt meir, Nonni svana og börnin eru að þeysa suður til að horfa á svínið, það er önnur tilraun, Ég sendi jólapakka til Simma og Dísu með þeim.
A eftir er dagskrá í skólanum og kvennakórinn syngur í KSH Jólabúðin opin milli 4 og 6,. og nú verð ég að vera dugleg innanhúss..... Ekkert slugs..Ég gaf sjálfri mér jólagjöf í gær,, Áður var ég búin að kaupa handryksugu þær eru svo handhægar......Jón gísli Brynja og stelpurnar eru að koma frá Reykjavík í dag.

föstudagur, desember 12, 2003

Ég er að huxa um að fara upp í rúm með bók og fresta aðgerðum til morguns ég er alltaf svo aktív á morgnana ...Eða hanga yfir sjónvarpinu... Ég ætla samt að elda mér kvöldmat og laga útiseríuna....
Það eru allir að fara á jólahlaðborð á café riis nema ég,. Ég er komin í frí eftir tvo vinnudaga og nú er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum,, gallinn við það er sá að ég nenni því alls ekki. svei og fjandinn hvaða hvaða, Ég var til kl tvö í nótt alveg glaðvakandi að druslast úti í garði að koma fyrir gamaldags jólaseríu á kerruhjóli,,,, þegar ég var svo búin að því voru fjórar perur afgangs og ég þarf að taka þær af og festa þær allar aftur. Ég fékk að passa Brynjar í morgun og hann var hinn kátasti. það er svoflott þarna útfrá á nýja heimilinu þeirra ,,reglulega notalegt. ÉG fór í gönguferð með Brynjar á snjóþotu niður í bæ en svo gerði kul og við fórum með Hadda úteftir á móti vindinum. Jólabúðin var með opið frá fjögur til sex og verður á morgun og hinn líka ég bakaði kleinur og fór með....

sunnudagur, desember 07, 2003

Þetta er nú eitthvað dularfullt! Enginn nennt að blogga í dag Er fólkið að setja upp jólaseríur eða hvað. mér sýnist það hér í bæ að það sé runnið seríu og ljósaskreytinga æði á menn og konur.
Ég fór eldsnemma og setti tvær seríur í gluggana á jólabúðinni og var að bauka við það alveg fram á hádegi.fór svo út að Kirkjubóli og sótti kleinupott í Sævang ,, Bakaði kleinur,, æfði með Árdísi.
Aðstoðaði við að sækja Gráa bílinn og nú er búið að gera við hann ,eftir þó að skipta um afturdekkin, Síðan afgreiddi ég í Litlu handverksbúðinni búðinni frá fjögur til sex. borðaði kvöldverð hjá Svönu og Nonna, svo á lista og menningarkvöld hjá skólanum. spilaði undir tvö lög fyrir Árdísi .og tókst vel hjá okkur , og hafði geysilega gaman af hinum skemmtiatriðunum. Allt fór þetta vel fram. Svo var þarna hinar veglegustu veitingar hjá foreldrunum skólabarnanna.
Góða nótt og takk fyrir daginn.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Þá er nú enn einn merkisdagurinn horfinn í aldanna skaut..........
Hann Jón minn þrumaði niður í fjöru í gær á rauðu corollunni. Fyrir innan Hrafnsnesið hjá Húsavík, Það var ein stór velta á litlum bíl, og þar að auki yfir urð og grjót, niðurímót..
niður í fjöruna -- á hjólin-- með toppinn á bílnum klesstan niður og rúðurna flognar úr í missmáum salla... Jón öðlaðist við þetta tvö horn á höfuðið.. langa skrámu á hægri handlegginn.
mar á tunguna og eymsli milli herðablaðanna við ákveðnar hreyfingar... Allir eru orðnir trúaðir á kraftverk og ég held að forsjónin hafi náð að þeyta bílnum þarna útaf til að hann færi ekki seinna við verri aðstæður.... Svo kemur hér langur áróðurspistill um nauðsyn nagladekkja....
Læt þetta samt duga.. Það er til svo margt gott í tilverunni.