Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 31, 2003

Það er síðasti dagur ársins 2003 Það hefur verið gaman á þessu ári. Gaman í vinnunni gaman utan vinnunnar , bara þrælgaman.. Jólin eru búin að vera alveg afskaplega notaleg, matur og spjall og gríðarlega frábærir vinnudagar með HönnuSiggu og Árdísi hér á Höfðagötunni.Það gerðist ýmisleg upplyfting fyrir gamla húsið sem hefur lengi þurft. Þökk sé þeim. Heima í Steinó á jóladag komu allar fjölskyldurnar okkar í mat og spjall og spil.. Gaman það. Og nú er afmælið hennar nöfnu litlu í dag og fyrirhuguð árleg húsgagnabrenna heima í St.Johns. Hjá slektinu.
Ég spila fyrst á brennunni hér á Hólmavík, á bílpalli, á harmonikku, Æði svo heim að raða í mig mat og skjóta flugeldum...
Það gerðist hér í fyrradag að tölvan mín gaf upp öndina að því er virtist endanlega. og vakti það mikla skelfingu meðal okkar HönnuSiggu. Ekkert virtist vera hægt að gera.Ég hringdi í sérfræðing hjá snerpu sem ráðlagði mér að henda tölvunni. (smá lygi ) en hann sagði að hún væri greinilega hrunin (leiðinda orð) , svo kom Jón hér í morgun og gerði eitthvað eyddi vírusum og eyddi líka vírusvarnarforritinu líka (það fannst Lukku fyndið )...en hann fann það nú aftur og nú virðist vera í lagi nema það eru einhverjar gljúfraklifurmyndir sem ekki er hægt að eyða.. Þar liggur náttúrlega helvítis hundurinn grafinn...
Við Hanna sigga keyptum tvo gosstauka til að kveikja í í kvöld.. Til að vera eins og hinir....
Lukka vildi það endilega..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home