Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 14, 2003

Einn sunnudagur í lífi mínu: Ég vaknaði kl 7 og nennti ekki að fara að lesa, svo ég fór á fætur og hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi.. og núna kl hálf ellefu er ég búin að búa til þrjátíu og fimm jólapakka og er næstum búin ...DUGLEG..svo er ég buin að taka pínulítið til. í leiðinni því maður verður nú að standa aðeins upp og hreyfa sig..MORGUNLEIKFIMI.. hrrmfff.ÉG er svo búin að fá mér morgunmat sem var gróft kornflex rúsínur og létt AB mjólk.
Svo er ég að glugga í alveg bráðskemmtilega bók. Hún er svo skemmtileg að mínu mati að ég get hlegið hér ein..rek upp hlátursrokur eins og vitfirringur...
Nú þarf ég að finna einhvern sem ég treysti til að hafa svipaðan húmor fyrir þessu hlátursefni, og sá eða sú skal fá bók þessa í jólagjöf.
næst eru jólakorta skrif og skal nú vaðið í þau.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home