Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, desember 04, 2003

Þá er nú enn einn merkisdagurinn horfinn í aldanna skaut..........
Hann Jón minn þrumaði niður í fjöru í gær á rauðu corollunni. Fyrir innan Hrafnsnesið hjá Húsavík, Það var ein stór velta á litlum bíl, og þar að auki yfir urð og grjót, niðurímót..
niður í fjöruna -- á hjólin-- með toppinn á bílnum klesstan niður og rúðurna flognar úr í missmáum salla... Jón öðlaðist við þetta tvö horn á höfuðið.. langa skrámu á hægri handlegginn.
mar á tunguna og eymsli milli herðablaðanna við ákveðnar hreyfingar... Allir eru orðnir trúaðir á kraftverk og ég held að forsjónin hafi náð að þeyta bílnum þarna útaf til að hann færi ekki seinna við verri aðstæður.... Svo kemur hér langur áróðurspistill um nauðsyn nagladekkja....
Læt þetta samt duga.. Það er til svo margt gott í tilverunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home