Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 15, 2003

Það er ekki ofsögum sagt þetta með að mánudagar séu bestir hér á Höfðagötu 7, nú að loknum gæða kvöldverði hjá Möggu eru smiðirnir mínir orðnir tveir og það er líf og fjör á gólfinu í ganginum mínum, þeir eru nú reyndar núna farnir til síns heima, en allt hér hefur tekið þvílíkum stakkaskiftum að undrum sætir. og er þó eftir að reka smiðshöggið á aðgerðina. það er nú ekki hægt að fá allt í einu , en ég get þó minnsta kosti sofið í rúminu mínu í nótt. og svo kemst maður í æfingu í að stökkva milli herbergja í staðinn fyrir að ganga á venjulegan hátt. ég get ekki lýst því hvað ég er kát yfir þessum framförum. og set hvert metið í stökki öðru betra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home