Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jæja það hefur ekki verið nokkur einasti tími til að blogga,, En núna settist ég við að skoða. Hanna Sigga ætti að fá verðlaun fyrir bloggið sitt, verst að hún getur ekki komið á þorrablótið. Simmi er búinn að fylla bílinn af konum. Ég var á Þorraæfingu í Sævangi áðan,, Og Siggi ,Unnur, Fanney , Sigga, Jónsi og Addi og það gekk barasta mjög vel þrátt fyrir kulda í húsinu. Við þrumuðum í gegn um textana og svo á að hittast á föstudag kl átta,
Og Svo Stórfréttin. Halldór Jónsson læknir er að því er virðist að koma löppinni á mér í lag með einföldum aðgerðum, Hann teipaði hana fasta og svo á ég að snúa tánum í þá átt sem ég er að fara þegar ég er áð fara eitthvað, dálítið óskiljanlegt kannske, nú svo á ég að fara með særingaþulu á morgnana yfir fætinum og bera eitthvert galdrasull á ökklann . Ef þetta dugar ekki ætlar hann að þræða eitthvað inn í taugar sem eru sýndar á skýringamyndum bláar og rauðar, það lítur ógeðslega út. Árdís mín Hvenær ert þú eiginlega að fara til Danmerkur ??????????????????

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Góð ráð fyrir þreklausar konur, það er víst alveg óbrigðult, ég hef að vísu ekki prófað það enda er ég alveg gjörsamlega þreklaaus, en semsagt og haldið ykkur nú fast: Slökun... Minnsta kosti tíu mínútur tvisvar á dag,, tæma hugann og ssssllllaaakaaa aaaaá, Rísa síðan upp fílefld og skælbrosandi og hamingjusöm, gera fáeinar velvaldar leikfimisæfingar og anda mjög djúpt,.Fara síðan út að skokka smávegis aðrar tíu mínútur, spyrjið mig ekki hvenær maður finnur sér tíma til þess arna, síðan verður maður skokk og slökunafíkill og þar með er takmarkinu náð. Verst ef maður er matafíkill líka. En þá er ráðið við því að borða bara minna og alveg í réttum hlutföllum. miðað víð það þjóðráð er mjög einkennilegt að svo margir eru yfir kjörþyngd, segja þeir grönnu.
Vikan þessi hefur liðið hratt, síminn minn var lokaður og ég komst ekki til að opna hann fyrr en í dag, og þar af leiðandi gat ekki komist heldur í tölvuna. hefði einhver sagt mér fyrir tveimur árum að það yrði vandamál hjá mér hefði ég ekki trúað því.
Ég passaði Tómas og Brynjar pínulítið í gærkvöldi meðan Hildur og Addi fóru á leikæfingu.
Þeir eru svo litlir fínir og hjartanlegir og indælir.
Góð ráð fyrir þreklausar konur, það er víst alveg óbrigðult, ég hef að vísu ekki prófað það enda er ég alveg gjörsamlega þreklaaus, en semsagt og haldið ykkur nú fast: Slökun... Minnsta kosti tíu mínútur tvisvar á dag,, tæma hugann og ssssllllaaakaaa aaaaá, Rísa síðan upp fílefld og skælbrosandi og hamingjusöm, gera fáeinar velvaldar leikfimisæfingar og anda mjög djúpt,.Fara síðan út að skokka smávegis aðrar tíu mínútur, spyrjið mig ekki hvenær maður finnur sér tíma til þess arna, síðan verður maður skokk og slökunafíkill og þar með er takmarkinu náð. Verst ef maður er matafíkill líka. En þá er ráðið við því að borða bara minna og alveg í réttum hlutföllum. miðað víð það þjóðráð er mjög einkennilegt að svo margir eru yfir kjörþyngd, segja þeir grönnu.
Vikan þessi hefur liðið hratt, síminn minn var lokaður og ég komst ekki til að opna hann fyrr en í dag, og þar af leiðandi gat ekki komist heldur í tölvuna. hefði einhver sagt mér fyrir tveimur árum að það yrði vandamál hjá mér hefði ég ekki trúað því.
Ég passaði Tómas og Brynjar pínulítið í gærkvöldi meðan Hildur og Addi fóru á leikæfingu.
Þeir eru svo litlir fínir og hjartanlegir og indælir.

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Sunnudagur og ég fór í messu þar sem Stefanía nýi kirkjuorganistinn tók við embættinu. Hún spilar vel.
ÞAð var skammarlega fátt í kirkjunni 21. stk.niðri og svo öflugur kór uppi. Lóa er að fara í sólarlandaferð.
Jón og Ester eru að koma frá Sigló þau voru hjá Staðarskála áðan. Veðrið er að skána held ég.

laugardagur, febrúar 15, 2003

Hvusslags er þetta allir í letikasti nema UGGLA SIF. Mér finnst að þú Arnar minn ættir að nota morgnana til að gera eitthvað uppbyggilegt. þegar þið feðgarnir eruð heima. Það geri ég alltaf....hEIMAVINNAN ER SANNKÖLLUÐ HEILSUBÓT.. Þá getur maður eldað, saumað, ryksugað, bakað, lesið, og í þínu tilfelli búið til spurningar. he. he.
Og í framhaldi af he he inu. kom þá ekki í ljós þegar pósturinn kom í gær að ég er ekki ennþá laus við Stóra Fyllingardæmið.
Þá kom launamiði he he...Hann hljóðar uppá 29.746 kr. Vinnulaun þ.m.t. orlofsfé. greiðslur launþega í lífeyrissjóð. eftirlaun og fl. Hvað skyldi þetta fleira vera ????????? Það leggst lítið fyrir he he kappann. Kannske þetta séu ógreiddir reikningar sem hann hefur orðið að borga fyrir mig og henda síðan. Ég segi nú bara Ha ha. .Núna er framundan að hitta Sævangsþorranefndina mína, Þarf að tala við Siggu Siggu...
Lukka er búin að vera í fýlu alla vikuna, held hún sé að fara á taugum.....

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Góða nótt Hanna Sigga mín og takk fyrir símtalið. Ég er búin að steinsofa yfir sjónvarpinu í allt kvöld ÓGEÐSLEGT...
Það er ekki vinna í skólanum á morgun. Ég er að drepast úr hreyfingarleysi, Ég vona samt að ég lifi fram yfir afmæli.

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Sæl og blessuð.

Geirmundur gamli er dauður og með honum er horfið allt sem ég hefi elskað og virt um ævina. Hann tók með sér í gröfina forláta gullhring er hann hafði falað af ömmubróður mínum, og einnig tók hann með sér skyrskálina sem Aðalveig frænka gaf honum í 40 ára brúðkaupsgjöf. Ég sakna hans nú ekkert ógurlega, enda hefi ég fengið mér dásamlegan lítinn hvolp til að leika við og einnig litla kisu sem færir mér fugla utan úr garði, sem ég síðan sýð og ét með verstu lyst. Hve náttúran getur verið dásamleg!! Og síðan hefi ég einnig fest mér annan mann, er Hámundur heitir, og er hann Ámundason. Hann kom með lunda inn á heimilið sem hundurinn drap. Um þetta hefi ég samið vísu:

Blundar þrá til Hámundar,
mundar hundur kutann.
Lundinn fundinn lengi var
læstur fyrir utan.

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Hæ Hó. Nú erum við Hrafnhildur búnar að fara í Sævang í uppþvottaferðina miklu, og heimsækja Kirkjubólsbúa. Ég fór svo að kíkja á fjölskylduna mína í Víkurtúni 15. Þar var allt með kyrrum kjörum og notalegt að vanda.
Angaskinnið Hanzka mín alveg kenni ég svakalega í brjósti um þíg að vera veik, Ég myndi færa þér kók og nammi í rúmið ef ég gæti.
1000 knús og láttu þér batna .

mánudagur, febrúar 10, 2003

Ég fatta ekkert UPPÁ hvað á að gera til að skoða þessa fj... íslendinga bók þó ég sé búin að fá þetta asnalega lykilorð....
Hæ Hæ ! Við Hrafnhildur frestuðum uppþvottaferð í Sævang vegna hálku og leti þar til á morgun.
Hildur mín Óskalistinn er afar einfaldur og krefst ekki neinna heilabrota, Hann er svona fimhundruðkallar - frjáls framlög sem lauma má niður um gat á tunnu sem ber nafnið-- Sparisjóðsstjórinn, eða Benni frændi,-- og kemur til með að standa í anddyrinu. Ókeybæ
Jibbí, alveg tókst þetta frábærlega. Kennararnir og Grundarás komust í úrslit. það kom fullt hús af fólki Yfir hundrað manns.Fram úr öllum okkar ljúfustu vonum. næsta keppniskvöld eftir hálfan mánuð. Ég var nú búin að veðja á galdramenn en svona fór það.
bless allir og góða nótt. Kökurnar mínar og kaffið gengu vel út. Gamla seig.

sunnudagur, febrúar 09, 2003

Djöfulsins snjókoma.. hvað er fólk líka alltaf að óska eftir snjó. Oj barasta.
Fór inn á bloggið hans Adda og las það sem Siggi pönk hefur skrifað og hengdi mig á það sem hann segir um að láta drauma sína rætast. Það stappaði í mig stálinu, ég ætla í hringferðina..Ein og vera fljót...
Addi minn hættu að væla þetta, auðvitað gengur þetta allt eins og í sögu.
Sunnudagsmorgun.Vaknaði kl 8 full af góðum áformum um dugnað. núna er kl 9 og ég er ekkert búin að gera nema setja eina blússu inn í skáp , setja í þvottavél, og setja 169 kleinur í poka til að fara með út í Sævang. Ég hlakka til að fara á spurningakeppnina en er samt dálítið taugaveikluð yfir því hvort hún gangi ekki eins og til er ætlast. Kannske kviknar ekki á ljósunum eða eitthvað......Kannske klikkar eitthvert liðið..Úff.. hvernig verður þetta þegar mitt lið á að keppa ???? Það er sem betur fer seinna kvöldið.
Og svo við víkjum nú að framtíðaráætluninni, þ.e. Stóra rúntinum, landsreisu Ásdísar Jónsdóttur. Kannske er þetta bara einhver þráhyggja, (annað eins hefur nú komið fyrir konuna). Það hafa ekkert ALLIR aðrir farið svona hringferð. Við vorum að tala um það í vinnunni, Ekki frændur mínir Jóhann Lárus, Lýður,Jóna eða Afi Halli. Björn hefur farið tvisvar. kannske ættum við að skella okkur og fá Björn Fannar fyrir leiðsögumann. Kannske er þetta ekkert gaman.. kannske er þetta bara dýrt og hundleiðinlegt. kannske yrði vont veður á leiðinni, og kannske yrði maður að drepast úr heimþrá og kannske missa af einhverju skemmtilegu hér heima.
Ójá og raula fyrir munni sér ,,Yfir kaldan eyðisand ´´ eða bara eitthvað... og svo er þetta svo langt.. kannske verður sandrok á Mýrdalssandi og fallegi bíllinn minn verður allur mattur... ég er farin að hafa hræðilegar áhyggjur af hreppsmálum hér eftir að hafa lesið bloggið hans Jóns. Afhverju vill fólk endilega hafa sundlaugina í einhverjum heimsklassa.. Heldur það að ÓLympíuleikarnir verði haldnir hérna eða hvað. Ég vona að það verði byggð 16, eittvað metra laug sem verður hægt að reka og lika að eitthvað annað verði gert hér sem vantar.
Það sem mér finnst betra við að búa í Reykjavík er tvennt,
annað að geta farið í sund og hitt að geta alltaf keypt góðan fisk í matinn og rauðmaga snemma á vorin, lúðu o.þ.h. bless ókey bæ

laugardagur, febrúar 08, 2003

Góðan daginn !!! Vaknaði kl 3. í nótt og las heila bók. svaf svo til kl 10. og fór þá út í félagsheimili að flytja leikfélagsdótið af háaloftinu niður í kjallara. það var hið vaskasta lið í því, Sabba og Sverrir, Einar, Jón, Maja, Svana, JónGústi, og Agnes litla.
Addi og Tómas komu svo og Jakobarnir og Fannar voru í bolta í salnum. Ég kom heim um kl hálf 3 og Halla kíkti í heimsókn, Það var fínt að fá hana, Frímerkjaklúbburinn er alveg í lægð og Bía hefur ekki sést í háa herrans tíð, Hún hlýtur að sakna okkar ógurlega, Við höfum reyndar ekki sést heldur, þeas. Hún hefur ekki séð okkur... Ég fór svo út að Kirkjubóli og í Sævang þar sem Addi, Jón og Jón Gísli voru að undirbúa keppnina.Fór með jólakökurnar og kaffikönnur, Og svo heim og bakaði kleinurnar fyrir morgundaginn.
Ég fékk mjög merkilegt bréf frá Strandagaldri þar sem ég er gerð að heiðursfélaga tilberaklúbbsins fyrir að hafa farið og veitt mína lítilfjörlegu aðstoð við kotbýli galdramannsins í vetur. Og kann ég þakkir fyrir þann heiður. Og kveðja til þín Sig.minn Atlason ef þú lest bloggið mitt.Nú ætla ég ekki að gera meira í kvöld. Ég horfði annars á svakalega fallega vasaklútamynd í sjónvarpinu áðan.
Lukka hefur ekki látið á sér kræla, Hún er í móðursýkiskasti,,, Druslan... Skrifstofan mín er eins og svínastía...
.

föstudagur, febrúar 07, 2003

Alveg furðulegt !
Kveour í runni kvakar í mó
Kvikur þrastasöngur
Helvítis ljóðið og uppskriftin kom allt í belg og biðu, mikið að súrmjólkin kom ekki á hvolfi eða eitthvað . Jón var samt að reyna að kenna mer að setja þetta rétt upp. Það verður bið á svona ljóða og kökublogggumsi. ---Satan í Bergen ---
Í hvaða kjallara skyldi leikfélagið ætla að flytja ???
Góða kvöldið Grýla Tomsen. kölluð Tóta. Nú er enn ein helgin á næsta leiti.
Fróðlegt að vita hverju maður kemur þá í verk.
Á morgun ætla ég að baka kleinur fyrir spurningakeppnina.
Ég er búin að baka mýgrút af jólakökum með rúsínum.
Þetta var góður dagur Ég mokaði tröppurnar þegar ég kom úr vinnunni.
Ég byggði flottan bílskúr í dag meðan ég var að plokka rækjurnar, innréttaði hann og allt.
Agnes á afmæli næsta miðvikudag.og svo á Brynja stórt afmæli í 13. mars.
22 mars á svo Hafdís Björk að eignast langömmubarnið mitt. Jibbí.....
Hér er svo gamalt ljóð frá síðasta vori og það heitir: Ástarljóð á vori.
Ennþá gerast ævintýri.
undurgóð, ég segi frá
uppi á fjalli lá í leyni
lítil tófa og horfði á.
Eftir vegi bíll sem brunar,
býsna skrítið tæfu grunar
að þeim liggi lífið á.

Vornóttin og vegurinn, himininn og heiðin,
tveir litlir loðnir refastrákar hoppa þar og skoppa,
Hitta ungfrú tófu, gagga og vöngum velta.
loðnum skottum veifa, litla tófu elta.

Keppa um hennar hylli,,
hver mun hana fá.
Annar þeirra verður,
í aðra tófu að ná,
best að fara í felur,
flytja léttu sporin,
Í litlum refahjörtum,
lifnar ást á vorin.

Svo er hér uppskrift af Bananabrauði, alveg svakalega góð.

2 stappaðir bananar
1bolli sykur,
2 bollar hveiti
1tsk natron
1 tsk lyftiduft
Mjólk / súrmjólk
Hrært og bakað í litlum jólakökumótum við 170 ° í ca klst.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Frh. miðvd. Elsku UgglaSif ég ætla að sauma handa þér sannkallaðar eskimóa náttbuxur, með snjóhúsa og ísbjarnarmyndum og litlum eskimóabörnum. Árdís mín hva assgoti langar þig að vera að fljúga þetta,----- og hatar tannlækninn þinn..Hann ætti að vara sig, Þegar þú þrífur borinn af honum kúgar hann niður í stólinn og borar í allar tennurnar á honum.
Hildur mín ..til hamingju með nýju vinnuna þína !
Mig langar á Köttinn.....
Ég skal í þessa hringferð..setja hraðamet og fara þetta á mettíma,,eða ætti ég kannske heldur að bakka... samt ekki fyr en með vorinu.. og mér er skítsama að fara þetta ein...ég ætla nú ekki yfir hálendið...
Það er rigning og mig langar út að búa til snjóhús, en held ég verði samt að halda áfram með dagskrá þorrablótsins.
Ég hitti konu seinnipartinn í dag sem spurði hvort ég væri komin á nýjan bíl...Útlitsbreytingin hefur þá borið árangur !!!!!
Pönkarinn leit líka óvenju vel út.
miðvikudagur. Alveg að koma helgi eina ferðina enn.... Ég var að skoða bloggið hjá Adda og Jóni. Hafið þið tekið eftir því að Friðar-júróvisíónlagið er nákvæmlega eins og gamalt júróvision lag eftir sama höfund. Ná-kvæm-leg-a- eins lag...Nei eða Já-af eða á.o.s.frv.
Lagið eftir Rúna Júl er örugglega alveg forljótt.(ég hef ekki heyrt það) ---þessi yfirlýsing er eins og þegar fólk sem ekki horfir á Leiðarljós rekur upp ramakvein...ooooooo horfir þú á það,- alveg furðulegt,- alveg eins hægt að horfa á stillimyndina, -aaldreei horfi ég á þetta, -oooh, svo vitlaust og leiðinlegt. - aaltaf eins á hverjum degi. -af hverju ferðu ekki heldur út í gönguferð meðan þátturinn er,o.s.frv. Það verður líka alveg furðulega æst og reynir að sannfæra mann um að það sé alveg fráleitt að setjast niður í þrjú korter á hverjum degi.
Nóg um það. ég varð fyrir hræðilegri móðgun í morgun, þ.e.a.s. úr óvæntri átt. Ég var að viðra við Salbjörgu þá löngun mína að fara í hringferð um landið á mínum eðalvagni, og var ennfremur að mjálma yfir því að það vildi enginn fara með mér.
Og hvað haldið þið að kvikindið geri. Rekur upp skellihlátur sem nísti mínar fínustu taugar, og lýsti því yfir að það sé nú ekki von að nokkur vilji fara með mér á Tojotunni....Svona fer fyrir fólki sem komið er af fólksbílastiginu þeas. upphækkað --ALGJÖRIR jeppar!!!!
Ég veit ekki til að það sé neitt athugavert við bifreiðina mína, allavega er það þá eitthvað sem ég veit ekki um, hún er reyndar ekki nema lítill óupphækkaður fjórhjóladrifinn 15 ára gamall bíll ekinn 400000 km á vél. og þar að auki með sál.. geri aðrir betur...Góðir Íslendingar.....

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Þriðjudagur og ég er upprisin heldur er samt lágt á mér risið. Þessi hálsbólga er eitthvað einkennileg, veldur einskonar sálarhæsi.
sálin í mér er alveg hundfúl og leiðinleg, samt er hún að lagast. Mér fannst eins og ég væri að drepast í gær, en lifnaði við að koma út í morgun og fara í vinnuna...(afturganga).. Svo las ég í blogginu hennar Árdísar minnar að hana langaði að skrúfast hérna hjá mér, og það þótti mér mjög vænt um. Ég vorkenndi nebblega sjálfri mér svo svakalega. Glæpastarfsemin gengur vel og hassplönturnar sem ég tíndi á Blönduósi eru að lifna við, bara tala nógu mikið við þær.
Mikið væri nú gaman ef ca 100,000 kall í fimmþúsundköllum dytti nú hér inn um bréfalúguna, frá óþekktum ríkum aðdáanda svona skemmtilegra gamalla glæpakvenna. Þá yrði nú veggfóðrað hér á Höfðagötu 7.
Fór í pitzupartý með krökkunum í bekkjunum okkar Tóta heima hjá Tóta og Önnu áðan .´Tóti bjó til tuttugu pitzur svaka góðar. Það var gaman.

mánudagur, febrúar 03, 2003

Mánudagur og ég greyið hýrist heima. Það er óhætt að segja að fokking kvefið í andlitinu á mér er ekki til prýði, oj barasta, nógu slæmt var það nú fyrir. Eins og mér finnast nú mánudagar yfirleitt bestu dagarnir í vikunni. Það er svaka fallegt veður að sjá ef maður lítur út um gluggana. Best að finna eitthvað gáfulegt til að lesa. Hvað með enska málfræði....
hehehe. Jón.

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Sunnudagskvöld. ég er að drepast úr ógeðslegu fokking kvefi sem hefur verið að ná sér á strik síðustu daga.
Það spannar yfir viðurstyggilega hálsbólgu, nefkvef, er í öðru auganu á mér, maganum, báðum löppunum.o.s.frv.
Ég hef sennilega ofreynt mig á því að gera ekki neitt annað en að glápa á sjónvarpið og lesa.
En gaman var nú að horfa á Ísland vinna í handboltanum í dag.
Svo horfði ég á tvo aðra leiki, og það var alveg hræðilegt að sjá vesalings þýsku leikmennina gráta þegar þeir töpuðu,
ég fekk alveg tár í augun með þeim, skinnin....
Ég og Hildur og Addi ætlum að fara í megrun s.kv. Ásmundi, í hálfan mánuð að prufa. Samkvæmt matseðlinum verðum við hungurmorða mjög fljótlega en hann samanstendur aðallega af vatni. Þó það sé nú gott hérna á Hólmavík.
Það má drekka vodka líka...og rjóma... Það finnst Lukku spennandi.