Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Sunnudagskvöld. ég er að drepast úr ógeðslegu fokking kvefi sem hefur verið að ná sér á strik síðustu daga.
Það spannar yfir viðurstyggilega hálsbólgu, nefkvef, er í öðru auganu á mér, maganum, báðum löppunum.o.s.frv.
Ég hef sennilega ofreynt mig á því að gera ekki neitt annað en að glápa á sjónvarpið og lesa.
En gaman var nú að horfa á Ísland vinna í handboltanum í dag.
Svo horfði ég á tvo aðra leiki, og það var alveg hræðilegt að sjá vesalings þýsku leikmennina gráta þegar þeir töpuðu,
ég fekk alveg tár í augun með þeim, skinnin....
Ég og Hildur og Addi ætlum að fara í megrun s.kv. Ásmundi, í hálfan mánuð að prufa. Samkvæmt matseðlinum verðum við hungurmorða mjög fljótlega en hann samanstendur aðallega af vatni. Þó það sé nú gott hérna á Hólmavík.
Það má drekka vodka líka...og rjóma... Það finnst Lukku spennandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home