Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Sæl og blessuð.

Geirmundur gamli er dauður og með honum er horfið allt sem ég hefi elskað og virt um ævina. Hann tók með sér í gröfina forláta gullhring er hann hafði falað af ömmubróður mínum, og einnig tók hann með sér skyrskálina sem Aðalveig frænka gaf honum í 40 ára brúðkaupsgjöf. Ég sakna hans nú ekkert ógurlega, enda hefi ég fengið mér dásamlegan lítinn hvolp til að leika við og einnig litla kisu sem færir mér fugla utan úr garði, sem ég síðan sýð og ét með verstu lyst. Hve náttúran getur verið dásamleg!! Og síðan hefi ég einnig fest mér annan mann, er Hámundur heitir, og er hann Ámundason. Hann kom með lunda inn á heimilið sem hundurinn drap. Um þetta hefi ég samið vísu:

Blundar þrá til Hámundar,
mundar hundur kutann.
Lundinn fundinn lengi var
læstur fyrir utan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home