Sunnudagsmorgun.Vaknaði kl 8 full af góðum áformum um dugnað. núna er kl 9 og ég er ekkert búin að gera nema setja eina blússu inn í skáp , setja í þvottavél, og setja 169 kleinur í poka til að fara með út í Sævang. Ég hlakka til að fara á spurningakeppnina en er samt dálítið taugaveikluð yfir því hvort hún gangi ekki eins og til er ætlast. Kannske kviknar ekki á ljósunum eða eitthvað......Kannske klikkar eitthvert liðið..Úff.. hvernig verður þetta þegar mitt lið á að keppa ???? Það er sem betur fer seinna kvöldið.
Og svo við víkjum nú að framtíðaráætluninni, þ.e. Stóra rúntinum, landsreisu Ásdísar Jónsdóttur. Kannske er þetta bara einhver þráhyggja, (annað eins hefur nú komið fyrir konuna). Það hafa ekkert ALLIR aðrir farið svona hringferð. Við vorum að tala um það í vinnunni, Ekki frændur mínir Jóhann Lárus, Lýður,Jóna eða Afi Halli. Björn hefur farið tvisvar. kannske ættum við að skella okkur og fá Björn Fannar fyrir leiðsögumann. Kannske er þetta ekkert gaman.. kannske er þetta bara dýrt og hundleiðinlegt. kannske yrði vont veður á leiðinni, og kannske yrði maður að drepast úr heimþrá og kannske missa af einhverju skemmtilegu hér heima.
Ójá og raula fyrir munni sér ,,Yfir kaldan eyðisand ´´ eða bara eitthvað... og svo er þetta svo langt.. kannske verður sandrok á Mýrdalssandi og fallegi bíllinn minn verður allur mattur... ég er farin að hafa hræðilegar áhyggjur af hreppsmálum hér eftir að hafa lesið bloggið hans Jóns. Afhverju vill fólk endilega hafa sundlaugina í einhverjum heimsklassa.. Heldur það að ÓLympíuleikarnir verði haldnir hérna eða hvað. Ég vona að það verði byggð 16, eittvað metra laug sem verður hægt að reka og lika að eitthvað annað verði gert hér sem vantar.
Það sem mér finnst betra við að búa í Reykjavík er tvennt,
annað að geta farið í sund og hitt að geta alltaf keypt góðan fisk í matinn og rauðmaga snemma á vorin, lúðu o.þ.h. bless ókey bæ
Og svo við víkjum nú að framtíðaráætluninni, þ.e. Stóra rúntinum, landsreisu Ásdísar Jónsdóttur. Kannske er þetta bara einhver þráhyggja, (annað eins hefur nú komið fyrir konuna). Það hafa ekkert ALLIR aðrir farið svona hringferð. Við vorum að tala um það í vinnunni, Ekki frændur mínir Jóhann Lárus, Lýður,Jóna eða Afi Halli. Björn hefur farið tvisvar. kannske ættum við að skella okkur og fá Björn Fannar fyrir leiðsögumann. Kannske er þetta ekkert gaman.. kannske er þetta bara dýrt og hundleiðinlegt. kannske yrði vont veður á leiðinni, og kannske yrði maður að drepast úr heimþrá og kannske missa af einhverju skemmtilegu hér heima.
Ójá og raula fyrir munni sér ,,Yfir kaldan eyðisand ´´ eða bara eitthvað... og svo er þetta svo langt.. kannske verður sandrok á Mýrdalssandi og fallegi bíllinn minn verður allur mattur... ég er farin að hafa hræðilegar áhyggjur af hreppsmálum hér eftir að hafa lesið bloggið hans Jóns. Afhverju vill fólk endilega hafa sundlaugina í einhverjum heimsklassa.. Heldur það að ÓLympíuleikarnir verði haldnir hérna eða hvað. Ég vona að það verði byggð 16, eittvað metra laug sem verður hægt að reka og lika að eitthvað annað verði gert hér sem vantar.
Það sem mér finnst betra við að búa í Reykjavík er tvennt,
annað að geta farið í sund og hitt að geta alltaf keypt góðan fisk í matinn og rauðmaga snemma á vorin, lúðu o.þ.h. bless ókey bæ
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home