Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jæja það hefur ekki verið nokkur einasti tími til að blogga,, En núna settist ég við að skoða. Hanna Sigga ætti að fá verðlaun fyrir bloggið sitt, verst að hún getur ekki komið á þorrablótið. Simmi er búinn að fylla bílinn af konum. Ég var á Þorraæfingu í Sævangi áðan,, Og Siggi ,Unnur, Fanney , Sigga, Jónsi og Addi og það gekk barasta mjög vel þrátt fyrir kulda í húsinu. Við þrumuðum í gegn um textana og svo á að hittast á föstudag kl átta,
Og Svo Stórfréttin. Halldór Jónsson læknir er að því er virðist að koma löppinni á mér í lag með einföldum aðgerðum, Hann teipaði hana fasta og svo á ég að snúa tánum í þá átt sem ég er að fara þegar ég er áð fara eitthvað, dálítið óskiljanlegt kannske, nú svo á ég að fara með særingaþulu á morgnana yfir fætinum og bera eitthvert galdrasull á ökklann . Ef þetta dugar ekki ætlar hann að þræða eitthvað inn í taugar sem eru sýndar á skýringamyndum bláar og rauðar, það lítur ógeðslega út. Árdís mín Hvenær ert þú eiginlega að fara til Danmerkur ??????????????????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home