Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Þriðjudagur og ég er upprisin heldur er samt lágt á mér risið. Þessi hálsbólga er eitthvað einkennileg, veldur einskonar sálarhæsi.
sálin í mér er alveg hundfúl og leiðinleg, samt er hún að lagast. Mér fannst eins og ég væri að drepast í gær, en lifnaði við að koma út í morgun og fara í vinnuna...(afturganga).. Svo las ég í blogginu hennar Árdísar minnar að hana langaði að skrúfast hérna hjá mér, og það þótti mér mjög vænt um. Ég vorkenndi nebblega sjálfri mér svo svakalega. Glæpastarfsemin gengur vel og hassplönturnar sem ég tíndi á Blönduósi eru að lifna við, bara tala nógu mikið við þær.
Mikið væri nú gaman ef ca 100,000 kall í fimmþúsundköllum dytti nú hér inn um bréfalúguna, frá óþekktum ríkum aðdáanda svona skemmtilegra gamalla glæpakvenna. Þá yrði nú veggfóðrað hér á Höfðagötu 7.
Fór í pitzupartý með krökkunum í bekkjunum okkar Tóta heima hjá Tóta og Önnu áðan .´Tóti bjó til tuttugu pitzur svaka góðar. Það var gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home