Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, febrúar 08, 2003

Góðan daginn !!! Vaknaði kl 3. í nótt og las heila bók. svaf svo til kl 10. og fór þá út í félagsheimili að flytja leikfélagsdótið af háaloftinu niður í kjallara. það var hið vaskasta lið í því, Sabba og Sverrir, Einar, Jón, Maja, Svana, JónGústi, og Agnes litla.
Addi og Tómas komu svo og Jakobarnir og Fannar voru í bolta í salnum. Ég kom heim um kl hálf 3 og Halla kíkti í heimsókn, Það var fínt að fá hana, Frímerkjaklúbburinn er alveg í lægð og Bía hefur ekki sést í háa herrans tíð, Hún hlýtur að sakna okkar ógurlega, Við höfum reyndar ekki sést heldur, þeas. Hún hefur ekki séð okkur... Ég fór svo út að Kirkjubóli og í Sævang þar sem Addi, Jón og Jón Gísli voru að undirbúa keppnina.Fór með jólakökurnar og kaffikönnur, Og svo heim og bakaði kleinurnar fyrir morgundaginn.
Ég fékk mjög merkilegt bréf frá Strandagaldri þar sem ég er gerð að heiðursfélaga tilberaklúbbsins fyrir að hafa farið og veitt mína lítilfjörlegu aðstoð við kotbýli galdramannsins í vetur. Og kann ég þakkir fyrir þann heiður. Og kveðja til þín Sig.minn Atlason ef þú lest bloggið mitt.Nú ætla ég ekki að gera meira í kvöld. Ég horfði annars á svakalega fallega vasaklútamynd í sjónvarpinu áðan.
Lukka hefur ekki látið á sér kræla, Hún er í móðursýkiskasti,,, Druslan... Skrifstofan mín er eins og svínastía...
.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home