Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Hún Hafdís Björk og hann 'Asi eignuðust í dag dóttur, 22 merkur og 57 sentimetra Daman var með sítt svart hár og var tekin með keisara, Já stór dagur í lífi þeirra og okkar. Til hamingju Hafdís mín og 'Asi og Bjartey og allir. Já það var virkilegt góðviðri í dag en spáin er uppá byl í nótt... einhvernvegin trúi ég því ekki... þykist vera svoddan ægilegur veðurspámaður. 'Eg var úti á Kirkjubóli fram á hádegi og fór og spilaði á gítar og söng með fólkinu á sjúkrahúsinu eftir hádegið fór svo og synti eftir Leiðarljós. svo í kvöld að hlusta á krakkana og af því ég e4r nú svoddan snillingur í allskonar flikkflakki þá tókst mér... Söbbu og Ester til skelfingar að.. fara í smá flugferð og splitt fyrir utan skólann...'Eg vissi ekki að ég gæti farið í splitt...en í leiðinni sneri ég upp á aðra löppina og hnéð á mér fór í einskonar klessu..
Og þetta er löpp semá að vera í fullkomnu lagi á þorranum.. Fari það í sótsvartan ....
Og eins og það er nú líka hallærislegt að hlunkast svona á svelli, það buldi við brestur í jarðveginum og Sabba og Ester toguðu fimleikakvendið á fæturna aftur.
Það er reyndar í lagi að labba en hverskonar snúningur er ekki uppá það allra besta enda er þetta ekki til þess gerður snúningsliður samkvæmt beinasamsetningarfræðinni. Eg get alveg þægilega farið inn í bílinn minn ,bremsað og gefið í, en þegar kemur að því að fara út úr bílnum á venjulegan hátt þá stend ég blýföst. For Satan... Vonandi verður þetta gott á morgun.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

OOOH ég væri alveg yndisleg Górilla.... þar fengi minn afar sérstaki karakter áð njóta sín á Öskudaginn.... 'Eg er bara ekki nógu góð að sveifla mér í trjánum....
Það er vetur í dag og enn erum viðð Sigfús Snævar heima á Kirkjubóli meðan aðrir eru í skólanum og hann með skrambans lasleika sem hrjáir börnin þessa dagana, vonandi verður hann orðinn góður á öskudaginn því það er stór skemmtilegur dagur hjá börnum og fullorðnum og grímuball með tilheyrandi og má þar sjá margar skrítnar verur stórar og smáar sem láta gamminn geisa. það er gaman þegar foreldrarnir eru með og þora að vera í búningum og málningu. Svo er líka fyndið að sjá táningana sem finnst þeir alltíeinu vera vaxnir uppúr því að vera með svona barnalæti. Og eru að farast úr feimni og finnst þetta allt mjög hallærislegt en langar samt að vera með. mig langar alltaf til að eiga svona risastóran bangsabúning. annað hvort ís eða skógarbangsa. nú eða górillu eins og Bessi Bjarna var í í þáttunum "Fastir liðir eins og venjulega" Það mætti nú fara að endursýna þá í sjónvarpinu.

mánudagur, janúar 28, 2008

Það er drungalegt vetrarveður og var eitthvert rok í nótt ég heyrði glamrið í einhverju drasli þegar ég fór að sofa og svo fór rafmagnið Bara hjá mér svo ég fór og slökkti á útiljósaseríunni og þá var það inni aftur það hefur sennilega komist eitthvað af þessarri rigningu í hana. Kl átta fór ég út að Kirkjubóli og við Sigfús erum þar heima af því hann er með einhverja pest, en er samt sæmilega sprækur. Hann vaknar alltaf snemma á morgnana. Og nú erum við búin að fá okkur morgunmat. 'Eg var að horfa á Ophrah á stöð tvö það var skemmtilegt. en svo komu Glæstar vonir og það finnst mér ekki skemmtilegt það er bara eins og 'Island í dag Það er nú nóg að horfa á átökin um borgarstjórastólinn í Reykjavík . Má ég heldur biðja um Leiðarljós sem er aðeins meir eins og góður reyfari. Og aðeins fjær í raunveruleikanum. 'Aðan heyrði ég draugagang og einhver var að skella hér úti , Það reyndist vera Stebbi Jóns... Eða einhver á Ruslabílnum að ná í rusl. 'Eg er í niðursveiflu og nenni eiginlega ekki að gera neitt. Ætti samt að drullast til að taka til hendinni uppi á lofti. sem ég ætla alltaf að gera þegar veðrið er vont. En leiðinda veður hefur alltaf þvílík leiðinda áhrif á mig, sérstaklega þegar rignir inn um útidyrnar uppi hjá mér og lekur síðan niður á gang, og í gær var svo hvasst að það frussaðist meir að segja inn um skrattans bréfalúguna þangað til ég sperrti kústskaft fyrir hana.
Já það er svosem hægt að tuða út af öllu. Tuð Tuð Tuð. Varðandi það að reiðast þá gerist það mjög sjaldan að mér takist að vera reið lengur en það tekur að depla augunum og finnst mér það galli en galli sem kemur sér oftar en ekki vel. Og mér finnst oft öskureitt fólk vera hlægilegt jafnframt því sem ég er skíthrædd við það. Og er líka að reyna að skilja það. GREYIN .
'Eg get þó orðið töluvert fúl ef er verið að fara með einhvern þvætting og lygibull um vini mína en oftast er það eitthvað sem er svo bjánalegt að það tekur því ekki einu sinni annað en leka því út um hitt eyrað. Og reiðin tekur frá manni ómælda orku og kemur inn stressi í staðinn sem sest að eins og mein sem þarf að eyða , einskonar köggull með drullu.
Jess..... allir í jógaslökun einu sinni til tvisvar á dag. Anda djúpt að og frá sér og tæma hugann og verða stútfullur af frið og ró.... 'Eg verð nú að segja að þetta er hægara sagt en gert en ef það tekst....Já bara prufa.... og svo eru til allskonar önnur vísindi í slökun. Bros og klapp á öxlina og góð orð gera kraftaverk.

föstudagur, janúar 25, 2008

Það er vetur hér og snjór og logn og ekkert að gerast, klukkan er líka hálf tíu og ég er ekki farin að fá mér morgunmat það er algjörlega heilmikil sérviskufull athöfn og fer fram með gífurlega hefðbundnum hætti, Það skrítna er að þegar ég er búin að koma mér upp föstum morgunmatarheilsubótarsérviskum = (31 stafur) þá byrjar einhver undarlegur skortur á sérviskuheilsufóðrinu í Káessháinu. 'Eg verð að laga mig að því og kaupi síðustu dollurnar af einhverju öðru, sem fæst svo ekki næst þegar þær eru búnar sennilega af því ég keypti þær allar.... og þá er ekki til meir af því ...Fyrr en á miðvikudag ..Nú eða Föstudag ..Eða eftir helgi Kannske.. ÞAð eru takmörk fyrir því hvað er hægt að hamstra af þessu dóti út af geymslutíma svo nú verð ég að fara að gera skrá yfir hvenær hvað er til og skipuleggja. Annað hvort að hætta að borða sérviskufullan morgunverð og hella mér í óhollustu, eða vera sífellt að breyta morgunmataræðinu og éta það sem til er...og ég sem er svo montin af því hvað ég er hryllilega vanaföst í þessum efnum neyðist til að láta káessháið breyta mér, afgreiðslustúlkurnar eru reyndar mjög þolinmóðar við tuldrinu í mér og panta og panta en þá eru það þessir skrattar fyrir sunnan sem senda vörurnar ekki fyrr en kannske næst..
Mér dettur nú í hug ein saga, það var þegar maður verslaði á Óspakseyri og eitthvað vantaði þá var það aldrei til í "landinu " ef það fékkst ekki... Muhooohooo.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Húrra fyrir strákunum okkar!!! hvetjum alla til að hugsa fallega til þeirra það skilar sér..frekar en að rífast og skammast þegar illa gengur. þetta var nú frábært í gær... ég þorði ekki út á galdraloft og missti þarafleiðandi af þessum flotta leik...
Það er svo gaman að öskra þegar þeir skora. Það er gott að öskra.
Guð blessi BjörnInga og Dag Eggertsson. klárt hjá Birni Inga að koma sér burt úr þeirri drullu sem beint er að honum og vonandi að Dagur komist sem fyrst aftur í borgarstjórastólinn og þeir geti unnið að hugsjónum sínum fyrir þessum prumpuhænsnum sem núna eru komin á flug. Ég er nú ekki hlynnt sjálfstæðisflokknum og hef ekki nema vit í lágmarki á stjórnmálum og mér kemur þar að auki þetta ekkert við, en að hann láti svona fokking bull viðgangast. og reyna svo að halda því fram að þetta sé í lagi. ...Hneyksli...Það var gaman að sjá viðbrögð fólks sem spurt var á götum Reykjavíkur um þessi skifti... Það er agalegt að þurfa að horfa á nýja borgarstjórann á hverjum degi í fréttun hann getur reyndar ekki gert að því frekar en aðrir hvað hann lítur hallærislega út en gæti nú kannske viðrað aðeins af sér fýlusvipinn og sett upp sjónvarpssmæl. Og Vilhjálmur vokir á bakvið hann og bíður eftir
að komast í stólinn vaaá Greyin þeir eiga bágt.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Það er gott veður, Já mjög gott veður, maður ætti að vera úti...... Tunglið er fullt og risastórt, Varúlfurinn í mér er að fara út að góla.

laugardagur, janúar 19, 2008

Það er nú aldeilis magnað vetrarveður. Fór í smá gönguferð með Pjakk í morgun. Sá átta bíla með vélsleðaákerrum sem voru að fara á fjöll. þar á meðal Jón Gústi. mætti 'Ulfari með Kolku og fannst þeim hundunum mjög gaman að hittast en mjög leiðinlegt að mega ekki leika sér taumalaust.
Mætti Æðsta á laugardagsmorgunstíminu, Hann var hundlaus...
Fór í kaffi til Viggu fermingarsystur ,þar var fullt af hressu liði að taka til hendinni í gamla húsinu foreldra þeirra.
Fór heim og kláraði að skrúfa plöturnar framan á skúrinn minn.
Fór upp í rúm að lesa glæpasögu því mér var svo kalt á nefinu eftir að hafa verið að álpast úti lambhúshettulaus... Næst fer ég með bankaræningjalambhúshettuna mína .Bara með göt fyrir augu og munn.
Skoðaði í tölvuna spjallaði við 'Ardísi og skoðaði myndirnar af Blackfield... 'Eg hefði viljað heyra hana þruma yfir mannkertinu sem álpaðist til að keyra í veg fyrir hana... Maður hrekkur nú við..
Nú er ég að huxa um að fara í sund og svo út í Galdraloft að kíkja á Em á stóru tjaldi.
Það eru 17 gráður á Norðurpólnum.

föstudagur, janúar 18, 2008

Samkv. fyrirspurn NEI það er ekki ennþá sunnudagsmorgunn hjá ´mér EN það er alveg furðulegt hvað tíminn þeysist áfram og áður en varir er kominn nýr sunnudagsmorgunn og vikurnar æða áfram. það er lítið að frétta ég er samt að byrja að koma í lag eggjaskúrnum hér og er búin að festa eina og hálfa plötu utan á hann og það gekk nú vel svo langt sem það náði alltaf skal battaríið á skrúfjárninu vera óhlaðið þegar maður ætlar að drífa sig að skrúfa blaðið losnaði úr stingsöginni og ég búin að týna sexkantinum sem ég festi það með. Hann fannst reyndar um háttatíma í gærkvöldi í svefnherberginu mínu ásamt fleiri verkfærum. Þetta gengur allt nema lamirnar á fataskápnum það er algjörlega mér hulin ráðgáta eg er búin að skrúfa þetta í allar hugsanlegar áttir og ef það hallast ekki í þessa vitlausu átt þá hallast það í hina og snarvitlaust ekki veit ég hver hefur fundið þennan skratta upp ég er hinsvegar með stúdentspróf á venjulegar gamaldags lamir.
það sem stendur sig hér eru kúbeinin mín asskoti góð til síns brúks.

sunnudagur, janúar 13, 2008

Sunnudagsmorgunn og ég er búin að festa það í prógrammið að ef maður er með eitthvert helvízkt sunnudagsmorgna þunglyndis píp og vesen. bara að hafa tilbúið eitthvert snilldarverkefni sem maður getur vaðið í kl átta þessvegna eða hvenær sem manni þóknast að skreiðast á lappir, jafnvel treina sér að byrja á því og lesa smá eða hanga yfir morgunmatnum að sjálfsögðu með bók.
'Eg er að lesa alveg magnaða bók eftir Stephan King sem heitir "Ekkjan, hún virðist vera hálfgert torf í fyrstu en síðan sleppir maður henni ógjarnan, þegar söguþráðurinn hefur síast inn í hausinn á manni. Skelfileg og spennandi.
Búin að lesa "Óreiða á striga" eftir Kristínu Marju Baldursdóttir, frábært framhald af "Karítas" sem kom út í fyrra. Báðar þessar bækur á ég og hef fengið þær í jólagjöf. og það er aldeilis hlýlegt að fá svona bækur í jólagjafir. Hugsa sér hvað fólk er gott við mann. 'Eg er ekki á sömu línu og sú sem sagði " mikið er ég fegin að hafa ekki fengið bók í jólagjöf, Hún er nú náskyld mér þessi elska..'Eg er nú ekki beint að hneykslast á þessu viðhorfi, það eru ekki allir með sömu áhugamál en bækur eru, mér með því betra í veröldinni.
'Eg er búin að liggja í nýútkomnu bókunum Fékk líka "Söguna af Bíbí 'Olafsdóttur" sem eg var búin að nefna svo ættingjarnir heyrðu að mig langaði að eiga. Það er mikil Örlagasaga og viðburðarík frá miðri síðustu öld.
Jæja það er allt á uppleið hér á bæ í framkvæmdum og nýungum... risastóri skápskrattinn minn er eftir allt kominn að mestu leyti saman og á sinn stað . ég setti saman skúffurnar í gærmorgun og réðist á hurðirnar og nú eru þær komnar á og það var þessi fína viðarlykt í svefnherberginu þegar ég fór að sofa í gær þetta er 50 ára úff) gamall draumur að eignast svona skáp,. ÞAð er samt eftir að stilla af hurðirnar það er kapítuli útaffyrir sig og krefst ægilegrar þolinmæði sem ég virðist ekki hafa nóg af gagnvart svona lömum , fór samt í tíma hjá Jóni Gísla í gær til að læra að setja þær saman. en gengur hörmulega að stilla þær. Nú fer ég út að gefa Ímail og Enter sunnudagsmatinn sinn. Þeir eru ekki ýkja hrifnir af mér vita sem er kvikindisgreyin að þegar ég er að gefa þeim þá er húsbóndi þeirra á flandri og ekki heima ekki heima. svo fara þeir upp í glugga og góna út að sjá hvort hann komi ekki.
'I gær fór ég og tók þátt í félagsheimilisævintýrinu mikla það var gaman og fullt af kátu fólki sem málaði og pússaði og gerði fínt algjört kraftaverk að sjá hvað húsið breyttist, og til að kóróna allt bakaði Siggi Villa vöfflur og Svanný og Heiða bjuggu til kaffi og súkkulaði og þeyttu rjóma og skenktu liðinu. Alveg dásamlegt. svo verður farið aftur í dag og málað meira. og síðan á að smíða og leggja gólf.. þetta er sko spennandi.

föstudagur, janúar 11, 2008

Það er sko aldeilis runnið af mér að fara að leggjast í hýði einmitt núna.. Engin hýði semsagt á döfinni í dag. ég réðist á fataskápinn í gær í feikna stuði og skrúfaði eins og brjálaður bavíani. Og í gærkvöldi þegar ég var orðin svo skemmtilega lúin og fór að sofa í stofusóffanum af því ég komst ekki í rúmið fyrir drasli, hét ég mér því að fara snemma á fætur og halda áfram að glíma við skápinn.. Það var svo vont að sofa í sóffanum að ég vaknaði eldsnemma og tróð mér inn í herbergi lagðist marflöt á gólfið með lítið skrúfjárn í hendi og skrúfaði kantinn neðan á skápskrattann, negldi í hann bakið og sveiflaði honum í hornið þar sem hann á að vera.
Það er nú
reyndar lygi ég mjakaði honum þangað. það er alveg sérstök tækni við að láta húsgögn labba sjálf þangað sem þau eiga að fara, og ég er sérfræðingur í því. Nú er samt eftir að setja saman þrjár skúffur og festa þrjár hurðir og sitthvað fleira smálegt og staflinn í rúminu hefur minnkað þannig að ég kem til með að gista þar næstu nótt.

Guðjón Magnússon er búinn að smíða forláta dyrakarm í ganginn fyrir innri hurðina sá gamli var svo gamall að það var hægt að mylja hann burt þetta er alveg svaka fínt, gamla hurðin er reyndar dálítið einkennileg og stingur pínulítið í stúf við nýjan karminn en á örugglega eftir að endast í hundrað ár, það er munur að búa í svona skemmtilegu gömlu húsi að það er alltaf hægt að endurnýja eitthvað ef maður leitar vel.

Líka búið að gera eldhúsið eins og ég vil hafa það og ég ætla að reyna að koma myndum af því inn á nýju myndasíðuna mína fljótlega.

Veðrið er gott og mjög undarlegt en þetta styttir veturinn ekki lítið ef það heldur áfram svona.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Það er eitthvað svo leiðinlegt alltíeinu og ég er að hugsa um að gott væri að vera björn og leggjast í hýði, vonandi verður letikast þetta runnið af mér á morgun og mitt venjulega orkubú á fullsving að gera eitthvað, taka sér eitthvað fyrir hendur spennandi, í augnablikinu langar mig ekki til að gera neitt, ekki er hægt að fara að sofa því þá vakna ég um miðja nótt, eins og fjandans draugur, ég fer bara að horfa á sjónvarpið en ætti að fara út að labba, geri ekkert sem ég ætti að gera, sofna svo yfir sjónvarpinu endemis hallærisleg, var að huxa um að synda áðan en hætti við það, Grey ég er að drepast úr sjálfsvorkunnsemi, á ekki tilverurétt, leiðindaskjóða, nenni engu, Jú ætla að fara að lesa spennandi bók sem ég fékk lánaða í bókasafninu.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Langt er nú liðið á árið2008 og allir jólasveinarnir komnir í jólafrí eftir miklar annir.
'Eg fór að taka til í reikningum síðasta árs í gær og fann þá tvo happdrættismiða vegna landsátaks um velferð barna í umferðinni. með bílnúmerunum mínum frá síðasta ári. 'Eg hringdi og nýi bíllinn minn hafði fengið vinning. Tíuþúsundkall til að versla með í Kringlunni. Ekki ónýtt það.. Lukka vildi endilega kaupa miðana af því það stóð Lukkunúmer á þeim hún uppástóð að þetta væri stílað á sig.
'Eg var búin að ætla að skjótast til Reykjavíkur í fyrradag eða gær en svo nennti ég því alls ekki og ákvað að fresta því til 15 febrúar því þá hafa safnst fleiri erindi. Og svo að gera eitthvað skemmtilegra í staðinn.
Ferlega finnst mér skítt að geta ekki farið árla dags í sundlaugina, 'Eg er ekkert að fara til að hanga í pottinum bara til að synda. Það er ekkert alltaf skólasund eða hvað? Sundæfingar Geislans eru Hvenær? Það er lítið auglýst. Sennilega talið of kostnaðarsamt að venjulegt heimafólk fái sundþjálfun og alltaf er sagt það kemur enginn ...kjaftæði...Það er vont að mega ekki fara í sund nema síðdegis yfir vetrartímann...þegar er svona fín laug á staðnum. 'Eg held að það hefði átt að byggja yfir hana ,spara óhemju hitunarkostnað (og þetta ægilega erfiði við að draga seglið yfir og af ) við það verður starfsfólkið að fara út í kuldann,,,síðan gætu bara útivistarfríkin farið og velt sér upp úr snjó. og verið úti í pottunum. urr.

föstudagur, janúar 04, 2008

Það er nú ekki komið mikið enn inn á myndasíðuna mína en stendur til bóta.Það er búið að gerast alveg hellingur á þessu nýbyrjaða ári, og ýmsar hugmyndir að fæðast. gaman að koma á nýju skrifstofuna hans Jóns úti í gamlakaupfélagi þar sem skrifstofa Æðsta var.

starfsmenn hreppsins eru á fullu að rífa breyta og mála gera kaffistofu efst og þetta er alveg frábært að fylgjast með framkvæmdum.
.
Flott skrifstofan Höfðamanna á höfðanum.

Pínulitla eldhúsið mitt er að verða eins og mig hefur lengi dreymt um fallegt gólf og þiljur. Gaman að láta draumana sína rætast í innréttingum. Það eru ekki takmörk fyrir hugmyndunum.

Fór og synti í gærkvöldi laugin var frekar köld og ég þurfti að berjast um af öllum kröftum til að halda á mér hita. Fínt að synda meðan veðrið er svona gott.

Jóla og skóla fólkið okkar er farið suður og gekk vel, Gummó og Hlynur fljúga út til danaveldis á mánudag, Hannasigga, 'Arný og 'Ardís og Harpa og Hinni komin í vinnuna Agnes og Jón Örn í skólann og Diljá í leikskólann.
Hér heima er unnið að allskyns ólíkum verkefnum og skólinn byrjar á mánudaginn.

fimmtudagur, janúar 03, 2008


Smellið hér til að fara á nýja og glæsilega myndasíðu!

Hlussustór snjókorn sem komu svífandi niður úr loftinu á jóladagskvöld þegar við héldum að væri að skella á óveður. hjólagrindverkið á hlaðinu í Steinadal og innan við það hnyðjan mikla frá gamla biskupnum. Brynjólfi á Broddadalsá.